Hættuleg öfl Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun