Leikskólar og launamunur Hildur Björnsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Fjölskylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barneignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingarorlof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldrastigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitarfélög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – samfélaginu öllu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Skoðun Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Fjölskylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barneignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingarorlof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldrastigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitarfélög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – samfélaginu öllu til heilla.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun