Besti maður Nígeríu í gær fékk hrísgrjónapoka og mótorhjól í verðlaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 09:30 William Ekong. Samsett mynd Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira