Að tala upp samfélag Birna Lárusdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun