Út fyrir boxið Orri Hauksson skrifar 29. maí 2018 07:00 Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar