Sergio Ramos sló mögulega tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 22:15 Sergio Ramos stendur hér yfir sárþjáðum Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins. Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi. Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn. Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið. Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins. Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi. Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins. Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi. Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn. Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið. Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins. Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi. Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira