Blekkingarleikur formanns VR Gylfi Arnbjörnsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Það er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir vantrausti á forseta samtakanna. Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlínis eru rangar og stjórnarmenn þannig blekktir með ósannindum. Um það gerði formaður VR sig sekan þegar hann fékk stjórn sína til að samþykkja tillögu um vantraust á forseta ASÍ. Í tölvupósti formannsins til stjórnarinnar sagði m.a.: „Nú hefur forseti ASÍ sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ um að hann muni leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum.“ Þarna vísar hann til tölvupósts sem ég sendi miðstjórn ASÍ nýlega um fyrirhugaðan fund með ríkisstjórninni þar sem ég hugðist kynna stjórnvöldum viðhorf ASÍ til fyrirliggjandi skattahugmynda. Þar sagði ég m.a.: „Þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um samstarf landssambanda og stærstu félaga á grundvelli samstarfssamningsins varðandi næstu samningalotu, er ljóst að Samninganefndin hefur ekkert umboð á hendi og þar af leiðandi ekki viðræðunefndin heldur. Samskipti við stjórnvöld eru hins vegar almennt á borði miðstjórnar ASÍ skv. bæði samþykktum ASÍ og þeirri verkaskiptingu sem er milli ASÍ og aðildarfélaganna. Ég mun því mæta á fyrrgreindan fund með forsætisráðherra ásamt framkvæmdastjóra ASÍ og gera grein fyrir niðurstöðum hagdeildar ASÍ á þróun skattkerfisins m.t.t. mismunandi tekjuhópa. ... Ég treysti því að um þessa skipan mála geti verið sátt og mun ég gera nánari grein fyrir fundinum á næsta miðstjórnarfundi.“ Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að lesa út úr þessum texta að ég hafi ákveðið að fara gegn ákvörðun miðstjórnar ASÍ, sem að minni tillögu samþykkti fyrir nokkru síðan að setjast ekki í Þjóðhagsráð. Blekkingarleikur formanns VR, í þeim tilgangi að fá stjórn stærsta aðildarfélags ASÍ til að samþykkja vantraust á forseta ASÍ, er grafalvarlegur og gróf aðför að þeirri samstöðu sem verið hefur helsti styrkur verkalýðshreyfingarinnar í meira en hundrað ár. Tölvupóst minn til miðstjórnar ASÍ hef ég sent í fullri lengd til stjórnarmanna VR og birt sömuleiðis á vef ASÍ.Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gylfi Arnbjörnsson Kjaramál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir vantrausti á forseta samtakanna. Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlínis eru rangar og stjórnarmenn þannig blekktir með ósannindum. Um það gerði formaður VR sig sekan þegar hann fékk stjórn sína til að samþykkja tillögu um vantraust á forseta ASÍ. Í tölvupósti formannsins til stjórnarinnar sagði m.a.: „Nú hefur forseti ASÍ sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ um að hann muni leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum.“ Þarna vísar hann til tölvupósts sem ég sendi miðstjórn ASÍ nýlega um fyrirhugaðan fund með ríkisstjórninni þar sem ég hugðist kynna stjórnvöldum viðhorf ASÍ til fyrirliggjandi skattahugmynda. Þar sagði ég m.a.: „Þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um samstarf landssambanda og stærstu félaga á grundvelli samstarfssamningsins varðandi næstu samningalotu, er ljóst að Samninganefndin hefur ekkert umboð á hendi og þar af leiðandi ekki viðræðunefndin heldur. Samskipti við stjórnvöld eru hins vegar almennt á borði miðstjórnar ASÍ skv. bæði samþykktum ASÍ og þeirri verkaskiptingu sem er milli ASÍ og aðildarfélaganna. Ég mun því mæta á fyrrgreindan fund með forsætisráðherra ásamt framkvæmdastjóra ASÍ og gera grein fyrir niðurstöðum hagdeildar ASÍ á þróun skattkerfisins m.t.t. mismunandi tekjuhópa. ... Ég treysti því að um þessa skipan mála geti verið sátt og mun ég gera nánari grein fyrir fundinum á næsta miðstjórnarfundi.“ Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að lesa út úr þessum texta að ég hafi ákveðið að fara gegn ákvörðun miðstjórnar ASÍ, sem að minni tillögu samþykkti fyrir nokkru síðan að setjast ekki í Þjóðhagsráð. Blekkingarleikur formanns VR, í þeim tilgangi að fá stjórn stærsta aðildarfélags ASÍ til að samþykkja vantraust á forseta ASÍ, er grafalvarlegur og gróf aðför að þeirri samstöðu sem verið hefur helsti styrkur verkalýðshreyfingarinnar í meira en hundrað ár. Tölvupóst minn til miðstjórnar ASÍ hef ég sent í fullri lengd til stjórnarmanna VR og birt sömuleiðis á vef ASÍ.Höfundur er forseti ASÍ
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun