Óli Stef: Madrid gaurunum gæti liðið eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 14:15 Ólafur Stefánsson í leik með Magdeburg. vísir/getty „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira