Mætum og kjósum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. maí 2018 10:00 Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar