Hundahald í Reykjavík Sif Jónsdóttir og Anna Dís Arnardóttir skrifar 25. maí 2018 19:06 Hundahald í Reykjavík er leyfilegt og er hundum að fjölga á höfuðborgarsvæðinu. Fólki sem er annt um ferfættlingana gleðst yfir því og njóta samvista við dýrin heima og að heiman. Hundar eru félagsskapur og tryggur vinur fyrir mannfólkið og á hundasamfélagið eftir að stækka í borginni. Því er nauðsynlegt að vera framsýn og hafa aðlaðandi svæði í borginni þar sem hundaeigendur geta komið saman með hundana sína. Hundar eru félagsverur en misjafnlega mikið eins og við mannfólkið og þurfa svæðin innan borgarmarkanna að vera afgirt og fallega hönnuð, með aðgengi að vatni og bekki til að sitja á. Svæðin sem eru fyrir hunda í dag eru óskemmtileg, hrá og óaðlaðandi, einnig eru þau oft biluð, jafnvel hliðin ekki á hjörum og því ekki hægt að sleppa hundunum innan svæðisins. Höfuðborgarlistinn vill mannlega og fjölskylduvæna borg og hundar eru hluti af fjölskyldunni. Til að halda vel utan um þá þróun sem er og verður á hundahaldi borgarbúa er viljum við skrá eignahald í miðlægan gagnagrunn, lækka nýskráningargjöld til að fá eigendur til að skrá hundana sína og sæmræma gjaldtöku við önnur sveitafélög. Einnig þarf að endurskoða árgjaldið og tryggingar. Hundarnir geta slasað sig og orðið veikir, þá er dýrt að vera með ótryggt dýr. Mikilvægt er að eigendur kynni sér allt utanumhald og þann árlega kostnað sem hundahald er, því vel undirbúinn hundaeigandi er góður eigandi. Með þessum aðgerðum er verið að einfalda kerfið og auka gegnsæi. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum samvinnu með hverfum borgarinnar og hundaeigendum um staðsetningu hundasvæða innan hverfa. Hafa þarf virkt eftirlit með svæðunum og hafa samband við borgina um viðhald og viðgerðir. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og þannig vera virkur mótaðili eigenda dýranna. Kvörtunum vegna lausagöngu hunda hefur fækkað með hverju árinu sem sýnir samfélagslega ábyrgð eigenda. Einnig hefur gefist vel að nota fésbókina til að miðla upplýsingum og til að lýsa eftir týndum hundum en hundaeftirlitsmaður er starfandi 8.30 -19.00 virka daga, þannig að fólk hefur lent í vandræðum um kvöld og helgar og þá nýtt sér samfélagsmiðla. Bent hefur verið á að hundaeftirlitsmenn eru nánast óþarfir og ætti helst að leggja þetta starf niður þar sem samfélagsmiðlar hafa nánast tekið við starfinu. Greiða þarf út háa sekt ef hundaeftirlitsmenn grípa hundinn en árið 2016 voru 62 hundar gripnir. Höfuðborgarlistinn vill ábyrga umgjörð um ferfættlinga borgarinnar og óskar eftir samvinnu þeirra sem að koma að þessum málaflokki.Höfundar skipa 2. og 38. sæti á lista Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Hundahald í Reykjavík er leyfilegt og er hundum að fjölga á höfuðborgarsvæðinu. Fólki sem er annt um ferfættlingana gleðst yfir því og njóta samvista við dýrin heima og að heiman. Hundar eru félagsskapur og tryggur vinur fyrir mannfólkið og á hundasamfélagið eftir að stækka í borginni. Því er nauðsynlegt að vera framsýn og hafa aðlaðandi svæði í borginni þar sem hundaeigendur geta komið saman með hundana sína. Hundar eru félagsverur en misjafnlega mikið eins og við mannfólkið og þurfa svæðin innan borgarmarkanna að vera afgirt og fallega hönnuð, með aðgengi að vatni og bekki til að sitja á. Svæðin sem eru fyrir hunda í dag eru óskemmtileg, hrá og óaðlaðandi, einnig eru þau oft biluð, jafnvel hliðin ekki á hjörum og því ekki hægt að sleppa hundunum innan svæðisins. Höfuðborgarlistinn vill mannlega og fjölskylduvæna borg og hundar eru hluti af fjölskyldunni. Til að halda vel utan um þá þróun sem er og verður á hundahaldi borgarbúa er viljum við skrá eignahald í miðlægan gagnagrunn, lækka nýskráningargjöld til að fá eigendur til að skrá hundana sína og sæmræma gjaldtöku við önnur sveitafélög. Einnig þarf að endurskoða árgjaldið og tryggingar. Hundarnir geta slasað sig og orðið veikir, þá er dýrt að vera með ótryggt dýr. Mikilvægt er að eigendur kynni sér allt utanumhald og þann árlega kostnað sem hundahald er, því vel undirbúinn hundaeigandi er góður eigandi. Með þessum aðgerðum er verið að einfalda kerfið og auka gegnsæi. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum samvinnu með hverfum borgarinnar og hundaeigendum um staðsetningu hundasvæða innan hverfa. Hafa þarf virkt eftirlit með svæðunum og hafa samband við borgina um viðhald og viðgerðir. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og þannig vera virkur mótaðili eigenda dýranna. Kvörtunum vegna lausagöngu hunda hefur fækkað með hverju árinu sem sýnir samfélagslega ábyrgð eigenda. Einnig hefur gefist vel að nota fésbókina til að miðla upplýsingum og til að lýsa eftir týndum hundum en hundaeftirlitsmaður er starfandi 8.30 -19.00 virka daga, þannig að fólk hefur lent í vandræðum um kvöld og helgar og þá nýtt sér samfélagsmiðla. Bent hefur verið á að hundaeftirlitsmenn eru nánast óþarfir og ætti helst að leggja þetta starf niður þar sem samfélagsmiðlar hafa nánast tekið við starfinu. Greiða þarf út háa sekt ef hundaeftirlitsmenn grípa hundinn en árið 2016 voru 62 hundar gripnir. Höfuðborgarlistinn vill ábyrga umgjörð um ferfættlinga borgarinnar og óskar eftir samvinnu þeirra sem að koma að þessum málaflokki.Höfundar skipa 2. og 38. sæti á lista Höfuðborgarlistans.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun