Framtíðin felst í menntun – líka í tónlistarleikhúsi Gunnar Guðbjörnsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið misjafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikjasýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söngleikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistarhlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að forgangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leiklistarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum heimsótti ég konunglega konservatoríumið í Antwerpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverkum í uppfærslu skólans á Töfraflautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann.Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið misjafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikjasýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söngleikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistarhlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að forgangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leiklistarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum heimsótti ég konunglega konservatoríumið í Antwerpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverkum í uppfærslu skólans á Töfraflautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann.Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun