Hlustar þú? Þórhildur Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun