Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2018 17:39 Rapheal Schutz, sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi. Vísir/Vilhelm Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi, telur orðspor Ísraels eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag þar sem hann reyndi að útskýra hlið Ísraels í átökum tengdum Gaza-svæðinu og nýju sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem. Ísrael vann Eurovision eftirminnilega fyrr í mánuðinum og ljóst að keppnin verður haldin þar í landi á næsta ári. Schutz sagði Ísraelsmenn ekki hafa tekið endanlega ákvörðun hvort keppnin verður haldin í Jerúsalem eða Tel Avív. Hann sagði hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að keppnina verði í Jerúsalem, enda hafi hún verið haldin með góðum árangri þar í borg tvisvar áður. Minntist hann sérstaklega á góðan árangur Selmu Björnsdóttur þegar hún hafnaði í öðru sæti í keppninni þegar hún var haldin í Jerúsalem árið 1999. Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppt hefur fyrir hönd Íslands í Eurovision og er mikill fræðingur um keppnina, lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að Íslendingar ættu að sniðganga keppnina í Ísrael á næsta ári og mótmæla þannig „fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínu og setja mörk á alþjóðavísu.“ Schutz sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að hann hefði boðið Páli Óskari til viðræðna til að lýsa sínum sjónarmiðum og leyfa Páli Óskari að heyra hlið Ísraels í þessu máli en sagði Pál hafa hafnað boði hans. Sagðist hann vonast til þess að Íslendingar muni taka þátt í keppninni á næsta ári.Nánar verður fjallað um efni fundarins og rætt frekar við Schutz í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi, telur orðspor Ísraels eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag þar sem hann reyndi að útskýra hlið Ísraels í átökum tengdum Gaza-svæðinu og nýju sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem. Ísrael vann Eurovision eftirminnilega fyrr í mánuðinum og ljóst að keppnin verður haldin þar í landi á næsta ári. Schutz sagði Ísraelsmenn ekki hafa tekið endanlega ákvörðun hvort keppnin verður haldin í Jerúsalem eða Tel Avív. Hann sagði hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að keppnina verði í Jerúsalem, enda hafi hún verið haldin með góðum árangri þar í borg tvisvar áður. Minntist hann sérstaklega á góðan árangur Selmu Björnsdóttur þegar hún hafnaði í öðru sæti í keppninni þegar hún var haldin í Jerúsalem árið 1999. Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppt hefur fyrir hönd Íslands í Eurovision og er mikill fræðingur um keppnina, lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að Íslendingar ættu að sniðganga keppnina í Ísrael á næsta ári og mótmæla þannig „fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínu og setja mörk á alþjóðavísu.“ Schutz sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að hann hefði boðið Páli Óskari til viðræðna til að lýsa sínum sjónarmiðum og leyfa Páli Óskari að heyra hlið Ísraels í þessu máli en sagði Pál hafa hafnað boði hans. Sagðist hann vonast til þess að Íslendingar muni taka þátt í keppninni á næsta ári.Nánar verður fjallað um efni fundarins og rætt frekar við Schutz í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum