Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2018 16:00 Björn Bergmann Sigurðarson hress og kátur á landsliðsæfingu í dag. vísir/vilhelm Björn Bergmann Sigurðarson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var brosið eitt í sólinni á Laugardalsvelli í hádeginu í dag þegar að strákarnir okkar æfðu en undirbúningur fyrir HM 2018 er á byrjunarstigi hjá íslenska liðinu. Fjölmiðlar fjölmenntu, bæði íslenskir sem erlendir, enda spennan fyrir mótinu að aukast og áhugi erlendra fjölmiðla á strákunum okkar mikill. „Þetta er byrjað að vera svolítið spennandi. Nú erum við fyrst að koma saman að gera okkur klára fyrir HM. Spennan er að magnast,“ segir Björn Bergmann við Vísi. Strákarnir okkar verða lengi saman í aðdraganda HM sem Björn segir auðveldara en að eyða fleiri vikum með félagsliðum á undirbúningstímabili. „Hér er allt miklu léttara og manni líður betur hérna. Við erum náttúrlega allir Íslendingar og allir góðir félagar. Það er gaman að vera kominn heim og að æfa á þessum velli,“ segir hann og fagnar því að sjá sólina loksins á klakanum. „Svo er gott að fá loksins sól. Ég er búinn að vera á Íslandi núna í tíu daga og veðrið er búið að vera hræðilegt.“Björn Bergmann í landsleiknum gegn Perú í mars.vísir/gettyMikill léttir Landsliðshópurinn var tilkynntur ellefta maí og bjóst enginn við öðru en að Björn Bergmann væri í hópnum enda orðinn klár þriðji kostur á eftir Jóni Daða og Alfreð Finnbogasyni. „Þegar að maður vaknaði hugsaði maður um hvenær þetta yrði opinberað og hvenær við myndum fá að heyra þetta. Svo fékk ég sms klukkutíma áður en aðrir fengu að vita þetta,“ segir Björn. „Það var mjög mikill léttir að fá að heyra að maður sé í hóp og sé á leiðinni á HM. Þetta var góður dagur.“ Skagamaðurinn kom óvænt aftur inn í landsliðið í september 2016 en hann hafði þá ekki sést í blárri treyju A-landsliðsins í fimm ár, eða síðan hann þreytti frumraun sína á móti Kýpur haustið 2011.Eins og Vísir fjallaði um á þeim tíma benti fátt til þess að Björn Bergmann myndi spila fyrir íslenska landsliðið enda svaraði hann ekki einu sinni símtölum landsliðsþjálfaranna. Bjóst hann einhvern tíma við því á þessum tíma sem að hann var utan landsliðsins að hann myndi fara á HM með strákunum okkar? „Nei,“ svarar hann um hæl og brosir. „Ég held að enginn hafi búist við því.“Skagamaðurinn nýtur sín hjá Rostov.vísir/gettyVerður áfram í Rostov Björn Bergmann gekk í raðir rússneska liðsins Rostov í byrjun árs þar sem að hann skoraði eitt mark í sex leikjum. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar í Rússlandi. „Þetta gekk bara mjög vel, sérstaklega hjá mér sjálfum þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið alveg nógu vel. Ég fór aðeins úr axlarlið fyrir þremur vikum og var frá í þrjár til fjórar vikur en náði svo síðasta leiknum og er góður núna,“ segir Björn sem verður áfram í Rostov. „Ég er nýbúinn að skrifa undir og á þrjú ár eftir með Rostov. Ég fer aftur þangað. Það er bara þannig,“ segir Björn Bergmann Sigurðarson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 „Látum drauminn verða að veruleika“ FIFA hefur opinberað slagorðið sem verður á liðsrútu íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi; "Látum drauminn verða að veruleika.“ 24. maí 2018 13:15 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var brosið eitt í sólinni á Laugardalsvelli í hádeginu í dag þegar að strákarnir okkar æfðu en undirbúningur fyrir HM 2018 er á byrjunarstigi hjá íslenska liðinu. Fjölmiðlar fjölmenntu, bæði íslenskir sem erlendir, enda spennan fyrir mótinu að aukast og áhugi erlendra fjölmiðla á strákunum okkar mikill. „Þetta er byrjað að vera svolítið spennandi. Nú erum við fyrst að koma saman að gera okkur klára fyrir HM. Spennan er að magnast,“ segir Björn Bergmann við Vísi. Strákarnir okkar verða lengi saman í aðdraganda HM sem Björn segir auðveldara en að eyða fleiri vikum með félagsliðum á undirbúningstímabili. „Hér er allt miklu léttara og manni líður betur hérna. Við erum náttúrlega allir Íslendingar og allir góðir félagar. Það er gaman að vera kominn heim og að æfa á þessum velli,“ segir hann og fagnar því að sjá sólina loksins á klakanum. „Svo er gott að fá loksins sól. Ég er búinn að vera á Íslandi núna í tíu daga og veðrið er búið að vera hræðilegt.“Björn Bergmann í landsleiknum gegn Perú í mars.vísir/gettyMikill léttir Landsliðshópurinn var tilkynntur ellefta maí og bjóst enginn við öðru en að Björn Bergmann væri í hópnum enda orðinn klár þriðji kostur á eftir Jóni Daða og Alfreð Finnbogasyni. „Þegar að maður vaknaði hugsaði maður um hvenær þetta yrði opinberað og hvenær við myndum fá að heyra þetta. Svo fékk ég sms klukkutíma áður en aðrir fengu að vita þetta,“ segir Björn. „Það var mjög mikill léttir að fá að heyra að maður sé í hóp og sé á leiðinni á HM. Þetta var góður dagur.“ Skagamaðurinn kom óvænt aftur inn í landsliðið í september 2016 en hann hafði þá ekki sést í blárri treyju A-landsliðsins í fimm ár, eða síðan hann þreytti frumraun sína á móti Kýpur haustið 2011.Eins og Vísir fjallaði um á þeim tíma benti fátt til þess að Björn Bergmann myndi spila fyrir íslenska landsliðið enda svaraði hann ekki einu sinni símtölum landsliðsþjálfaranna. Bjóst hann einhvern tíma við því á þessum tíma sem að hann var utan landsliðsins að hann myndi fara á HM með strákunum okkar? „Nei,“ svarar hann um hæl og brosir. „Ég held að enginn hafi búist við því.“Skagamaðurinn nýtur sín hjá Rostov.vísir/gettyVerður áfram í Rostov Björn Bergmann gekk í raðir rússneska liðsins Rostov í byrjun árs þar sem að hann skoraði eitt mark í sex leikjum. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar í Rússlandi. „Þetta gekk bara mjög vel, sérstaklega hjá mér sjálfum þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið alveg nógu vel. Ég fór aðeins úr axlarlið fyrir þremur vikum og var frá í þrjár til fjórar vikur en náði svo síðasta leiknum og er góður núna,“ segir Björn sem verður áfram í Rostov. „Ég er nýbúinn að skrifa undir og á þrjú ár eftir með Rostov. Ég fer aftur þangað. Það er bara þannig,“ segir Björn Bergmann Sigurðarson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 „Látum drauminn verða að veruleika“ FIFA hefur opinberað slagorðið sem verður á liðsrútu íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi; "Látum drauminn verða að veruleika.“ 24. maí 2018 13:15 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00
„Látum drauminn verða að veruleika“ FIFA hefur opinberað slagorðið sem verður á liðsrútu íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi; "Látum drauminn verða að veruleika.“ 24. maí 2018 13:15
Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00
Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59