Rússneskir hrekkjalómar göbbuðu breska utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:30 Breska utanríkisráðuneytið segir að Johnson hafi strax áttað sig á að um gabb væri að ræða. Símtalið stóð engu að síður yfir í átján mínútur. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki. Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki.
Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45
Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00
Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03
Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02