Betri Kópavogur Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Breytinga er þörf í Kópavogi, við þurfum nýjar áherslur í bæjarmálunum og ekki síst nýtt fólk við stjórnvölinn í bænum. Þaulseta við kjötkatlana er engum holl og tækifærið til breytinga er núna.Hefjumst handa fyrir unga fólkið Við þurfum að taka til hendinni og bæta aðstæður ungra Kópavogsbúa ekki síst í húsnæðismálum. Tölur um fjölgun íbúa í bænum sýna okkur að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki mætt þörfum unga fólksins sem vill búa í Kópavogi. Aðeins 3% fjölgun ungs fólks en 21% fjölgun fólks milli 60 og 80 ára síðastliðin 4 ár. Við viljum fjölbreytt húsnæði sem ungt fólk og þeir sem eru efnaminni hafi tök á að eignast. Samvinna við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni er lykilatriði. Það eru 100 ónýtt leikskólapláss í bænum, því viljum við breyta með því að stytta vinnutíma starfsfólks í leikskólum og bæta starfsaðstæður og kjör. Við ætlum að brúa bilið og sjá til þess að börn frá 12 mánaða aldri komist í leikskóla. Í grunnskólum þarf að draga úr álagi á kennara og bæta starfsaðstæður og kjör. Styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna munum við hækka í 80.000 kr. á ári og gæta þarf þess að öll börn geti tekið þátt í slíku starfi án tillits til efnahags eða uppruna. Gleymum ekki öldruðum Eldri borgarar eiga skilið bestu þjónustu mögulega og við viljum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í bænum og auka möguleika þeirra á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi enda slíkt besta forvörnin. Umhverfismálin eru okkur mikilvæg og stórt skref er að gera Kópavog plastpokalausan í samstarfi við þjónustuaðila í bænum. Við styðjum borgarlínu og framfarir í samgöngum sem vinna með umhverfinu. Grænn og vænn Kópavogur þar sem menning og listir dafna er framtíðarsýn sem við munum vinna að. Byggjum betri bæ Samfylkingin mun áfram vinna í anda jöfnuðar, réttlætis og jafnréttis með það að markmiði að efla og styrkja Kópavog sem sveitarfélag þar sem ungir sem aldnir una hag sínum vel. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja okkur lið.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Breytinga er þörf í Kópavogi, við þurfum nýjar áherslur í bæjarmálunum og ekki síst nýtt fólk við stjórnvölinn í bænum. Þaulseta við kjötkatlana er engum holl og tækifærið til breytinga er núna.Hefjumst handa fyrir unga fólkið Við þurfum að taka til hendinni og bæta aðstæður ungra Kópavogsbúa ekki síst í húsnæðismálum. Tölur um fjölgun íbúa í bænum sýna okkur að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki mætt þörfum unga fólksins sem vill búa í Kópavogi. Aðeins 3% fjölgun ungs fólks en 21% fjölgun fólks milli 60 og 80 ára síðastliðin 4 ár. Við viljum fjölbreytt húsnæði sem ungt fólk og þeir sem eru efnaminni hafi tök á að eignast. Samvinna við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni er lykilatriði. Það eru 100 ónýtt leikskólapláss í bænum, því viljum við breyta með því að stytta vinnutíma starfsfólks í leikskólum og bæta starfsaðstæður og kjör. Við ætlum að brúa bilið og sjá til þess að börn frá 12 mánaða aldri komist í leikskóla. Í grunnskólum þarf að draga úr álagi á kennara og bæta starfsaðstæður og kjör. Styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna munum við hækka í 80.000 kr. á ári og gæta þarf þess að öll börn geti tekið þátt í slíku starfi án tillits til efnahags eða uppruna. Gleymum ekki öldruðum Eldri borgarar eiga skilið bestu þjónustu mögulega og við viljum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í bænum og auka möguleika þeirra á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi enda slíkt besta forvörnin. Umhverfismálin eru okkur mikilvæg og stórt skref er að gera Kópavog plastpokalausan í samstarfi við þjónustuaðila í bænum. Við styðjum borgarlínu og framfarir í samgöngum sem vinna með umhverfinu. Grænn og vænn Kópavogur þar sem menning og listir dafna er framtíðarsýn sem við munum vinna að. Byggjum betri bæ Samfylkingin mun áfram vinna í anda jöfnuðar, réttlætis og jafnréttis með það að markmiði að efla og styrkja Kópavog sem sveitarfélag þar sem ungir sem aldnir una hag sínum vel. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja okkur lið.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun