Reykjavík þarf atvinnustefnu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek skrifar 24. maí 2018 07:00 Þau eru víða í borginni. Gömul verslunar- og þjónusturými sem nú standa auð eða hefur verið breytt í íbúðir. Við þekkjum þau sums staðar á stórum gluggum og breiðum inngöngum. Annars staðar til dæmis í Breiðholti eða í Árbænum má líka sjá gamla hverfiskjarna sem nú standa illa nýttir. Það væri frábært að lífga upp á þessa staði að nýju. En hvernig má gera það? Af hverju hverfur þjónustan? Tökum raunverulegt dæmi um hverfisverslun sem deilir húsi með íbúð. Fasteignamat verslunarinnar er um 30 milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar sem er jafnstór og verslunin er um 60 milljónir. Fasteignagjöld vegna verslunarinnar eru um 500 þúsund á ári. Fasteignagjöld vegna íbúðarinnar eru um 100 þúsund á ári. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fasteignagjöld séu hærri á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Staðan er engu að síður sú að ef eigandi verslunarinnar ákveður að hætta rekstri og fær að breyta húsnæðinu í íbúð þá getur hann tvöfaldað verðmæti eignarinnar og fengið 80% lækkun á fasteignagjöldum í leiðinni. Pawel BartoszekHvatinn til að gera þetta er því svo sannarlega til staðar og skiljanlegt að þeir sem eigi húsnæðið vilji gjarnan fara þessa leið. En vandinn er að ef allir sem eiga atvinnuhúsnæði í hverfinu gera það þá hverfur öll þjónusta. Viðreisn í Reykjavík hefur, eitt framboða, sett fram stefnu um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Við ætlum að lækka þá í áföngum úr 1,65 í 1,60% á seinni hluta kjörtímabilsins. Þar með verða gjöldin þau sömu og í Kópavogi. Samkeppnisstaða Reykjavíkur mun batna. Atvinnumál fá almennt lítinn sess í borgarkerfinu. Ekkert fagráð borgarinnar setur sérstakan fókus á atvinnumálin. Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar veitir borgarsjóður styrki, m.a. til félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála og menningarmála. Hvergi er minnst á styrki til atvinnuþróunar. Við í Viðreisn viljum að á árunum 2019-2021 verði 30 milljónum árlega varið í atvinnuuppbygginu í hverfum borgarinnar. Þar eigum við við samkeppnissjóði, þar sem hægt væri til dæmis að sækja um styrk til að breyta eða endurnýja atvinnuhúsnæði á stöðum þar sem þjónustan á undir högg að sækja eða hefur þegar lagst af. Það á að vera einfalt að reka fyrirtæki í Reykjavík. Til þess ætlum við í Viðreisn að setja fé í atvinnuuppbyggingu, lækka fasteignaskatta, tryggja framboð af húsnæði undir nýjan rekstur og einfalda allar leyfaveitingar á vegum borgarinnar. Allar þessar aðgerðir munu skila sér í einfaldara rekstrarumhverfi reykvískra fyrirtækja. Þannig tryggjum við fjölbreytta atvinnu og þjónustu í öllum hverfum borgarinnar.Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þau eru víða í borginni. Gömul verslunar- og þjónusturými sem nú standa auð eða hefur verið breytt í íbúðir. Við þekkjum þau sums staðar á stórum gluggum og breiðum inngöngum. Annars staðar til dæmis í Breiðholti eða í Árbænum má líka sjá gamla hverfiskjarna sem nú standa illa nýttir. Það væri frábært að lífga upp á þessa staði að nýju. En hvernig má gera það? Af hverju hverfur þjónustan? Tökum raunverulegt dæmi um hverfisverslun sem deilir húsi með íbúð. Fasteignamat verslunarinnar er um 30 milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar sem er jafnstór og verslunin er um 60 milljónir. Fasteignagjöld vegna verslunarinnar eru um 500 þúsund á ári. Fasteignagjöld vegna íbúðarinnar eru um 100 þúsund á ári. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fasteignagjöld séu hærri á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Staðan er engu að síður sú að ef eigandi verslunarinnar ákveður að hætta rekstri og fær að breyta húsnæðinu í íbúð þá getur hann tvöfaldað verðmæti eignarinnar og fengið 80% lækkun á fasteignagjöldum í leiðinni. Pawel BartoszekHvatinn til að gera þetta er því svo sannarlega til staðar og skiljanlegt að þeir sem eigi húsnæðið vilji gjarnan fara þessa leið. En vandinn er að ef allir sem eiga atvinnuhúsnæði í hverfinu gera það þá hverfur öll þjónusta. Viðreisn í Reykjavík hefur, eitt framboða, sett fram stefnu um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Við ætlum að lækka þá í áföngum úr 1,65 í 1,60% á seinni hluta kjörtímabilsins. Þar með verða gjöldin þau sömu og í Kópavogi. Samkeppnisstaða Reykjavíkur mun batna. Atvinnumál fá almennt lítinn sess í borgarkerfinu. Ekkert fagráð borgarinnar setur sérstakan fókus á atvinnumálin. Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar veitir borgarsjóður styrki, m.a. til félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála og menningarmála. Hvergi er minnst á styrki til atvinnuþróunar. Við í Viðreisn viljum að á árunum 2019-2021 verði 30 milljónum árlega varið í atvinnuuppbygginu í hverfum borgarinnar. Þar eigum við við samkeppnissjóði, þar sem hægt væri til dæmis að sækja um styrk til að breyta eða endurnýja atvinnuhúsnæði á stöðum þar sem þjónustan á undir högg að sækja eða hefur þegar lagst af. Það á að vera einfalt að reka fyrirtæki í Reykjavík. Til þess ætlum við í Viðreisn að setja fé í atvinnuuppbyggingu, lækka fasteignaskatta, tryggja framboð af húsnæði undir nýjan rekstur og einfalda allar leyfaveitingar á vegum borgarinnar. Allar þessar aðgerðir munu skila sér í einfaldara rekstrarumhverfi reykvískra fyrirtækja. Þannig tryggjum við fjölbreytta atvinnu og þjónustu í öllum hverfum borgarinnar.Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun