Kjósum Vinstri græn á laugardaginn Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Um helgina fara sveitarstjórnarkosningar fram. Þá gefst okkur öllum tækifæri til að kjósa okkar fulltrúa í borgarstjórn og bæjarstjórnum úti um allt land. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt sæti í ríkisstjórn síðan fyrir áramót. Á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur margt áunnist. Af verkefnum ríkisstjórnarinnar má nefna að fjárframlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin, áætlun um stórátak í byggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt af hálfu velferðarráðuneytis, ákvörðun um aukna göngudeildarþjónustu við Landspítala hefur verið tekin og unnið hefur verið að innleiðingu neyslurýma í Reykjavík. Vinna við endurskoðun jafnréttislaga er hafin og stýrihópur um úrbætur hvað varðar kynferðislegt ofbeldi hefur verið stofnaður. Í umhverfismálum hefur vinna við loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun í Stjórnarráðinu verið hafin, fjármagni verið veitt í endurheimt votlendis og þverpólitísk nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið stofnuð, svo fátt eitt sé nefnt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur einnig átt sæti í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á síðastliðnu kjörtímabili. Meirihlutinn í Reykjavík hefur unnið hörðum höndum að bættri Reykjavík. Meðal þess sem áunnist hefur er að leikskólagjöld hafa lækkað um 85 þúsund krónur á ársgrundvelli og því eru þau lægst í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til leikskólanna hafa verið aukin um 2 milljarða króna og uppbygging ungbarnadeilda til að börn komist fyrr inn á leikskóla er hafin. Vinnuvikan hefur verið stytt hjá 2.200 af 8.500 starfsmönnum borgarinnar, Bjarkarhlíð var opnuð, þar sem brotaþolum kynferðisofbeldis er veittur stuðningur og ráðgjöf, frístundastefna var bætt, auk þess sem málstefna var sett hjá Reykjavíkurborg. Svona mætti lengi telja. Fyrrnefnd dæmi sýna að það skiptir máli hver stjórnar, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn eða í borgarstjórn. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sæti við borðið þar sem ráðum er ráðið tryggjum við að umhverfismál, jafnréttismál og félagslegur jöfnuður séu í forgrunni. Vinstri græn eru skýr valkostur fyrir þá sem vilja tryggja góða vinnu í borgar- og sveitarstjórnum landsins. Því sterkari sem við verðum þegar talið verður upp úr kjörkössunum um helgina, þeim mun meiri líkur eru á því að vinstristefnan hafi áhrif á næsta kjörtímabili í sveitarstjórnum. Enginn annar flokkur en VG getur náð raunverulegum árangri með vinstri stefnu og skýr græn sjónarmið. Það er vissara að kjósa Vinstri græn á laugardaginn.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Um helgina fara sveitarstjórnarkosningar fram. Þá gefst okkur öllum tækifæri til að kjósa okkar fulltrúa í borgarstjórn og bæjarstjórnum úti um allt land. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt sæti í ríkisstjórn síðan fyrir áramót. Á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur margt áunnist. Af verkefnum ríkisstjórnarinnar má nefna að fjárframlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin, áætlun um stórátak í byggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt af hálfu velferðarráðuneytis, ákvörðun um aukna göngudeildarþjónustu við Landspítala hefur verið tekin og unnið hefur verið að innleiðingu neyslurýma í Reykjavík. Vinna við endurskoðun jafnréttislaga er hafin og stýrihópur um úrbætur hvað varðar kynferðislegt ofbeldi hefur verið stofnaður. Í umhverfismálum hefur vinna við loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun í Stjórnarráðinu verið hafin, fjármagni verið veitt í endurheimt votlendis og þverpólitísk nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið stofnuð, svo fátt eitt sé nefnt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur einnig átt sæti í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á síðastliðnu kjörtímabili. Meirihlutinn í Reykjavík hefur unnið hörðum höndum að bættri Reykjavík. Meðal þess sem áunnist hefur er að leikskólagjöld hafa lækkað um 85 þúsund krónur á ársgrundvelli og því eru þau lægst í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til leikskólanna hafa verið aukin um 2 milljarða króna og uppbygging ungbarnadeilda til að börn komist fyrr inn á leikskóla er hafin. Vinnuvikan hefur verið stytt hjá 2.200 af 8.500 starfsmönnum borgarinnar, Bjarkarhlíð var opnuð, þar sem brotaþolum kynferðisofbeldis er veittur stuðningur og ráðgjöf, frístundastefna var bætt, auk þess sem málstefna var sett hjá Reykjavíkurborg. Svona mætti lengi telja. Fyrrnefnd dæmi sýna að það skiptir máli hver stjórnar, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn eða í borgarstjórn. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sæti við borðið þar sem ráðum er ráðið tryggjum við að umhverfismál, jafnréttismál og félagslegur jöfnuður séu í forgrunni. Vinstri græn eru skýr valkostur fyrir þá sem vilja tryggja góða vinnu í borgar- og sveitarstjórnum landsins. Því sterkari sem við verðum þegar talið verður upp úr kjörkössunum um helgina, þeim mun meiri líkur eru á því að vinstristefnan hafi áhrif á næsta kjörtímabili í sveitarstjórnum. Enginn annar flokkur en VG getur náð raunverulegum árangri með vinstri stefnu og skýr græn sjónarmið. Það er vissara að kjósa Vinstri græn á laugardaginn.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar