„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2018 11:50 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal í ár. Hann hefur fylgt íslensku hópunum út í Eurovision um nokkurt skeið. Vísir/Stefán Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar. Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar.
Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53