Ein setning sem Lars Lagerbäck sagði strákunum breytti öllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 09:30 Lars Lagerbäck kemur með lærisveina sína í norska landsliðinu til Íslands í byrjun júní. Liðið mætir Íslandi í æfingaleik laugardagskvöldið 2. júní. Vísir/Vilhelm Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður íslenska landsliðisns í knattspyrnu, skammaðist sín niður í tær þegar Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, gerði honum ljóst að í landsliðsferðum Íslands væri ekki borðað sælgæti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók Þorgríms, Íslenska kraftaverkið, á bak við tjöldin. Í bókinni fjallar Þorgrímur um undanfarin ár hjá strákunum okkar sem hefja leik á HM í knattspyrnu í Rússlandi þann 16. júní gegn Argentínu. Þorgrímur hefur eðli málsins samkvæmt haft mikinn aðgang að leikmönnum liðsins en hann virðist ná vel til strákanna. Fékk Þorgrímur leyfi frá landsliðsþjálfurum, starfsfólki KSÍ og leikmönnum til að skrifa bókina sem nú er komin út. Þogrímur ræddi bókina í Brennslunni á FM957 á dögunum þar sem hann sagði frá ýmsu skemmtilegu sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir hins almenna áhugamanns. Landsliðið hefur náð einstökum árangri undanfarin ár eða í kjölfar þess að Lars og Heimir Hallgrímsson tóku við landsliðinu í október 2011. Síðan hefur liðið komist í umspili fyrir HM 2014, í átta liða úrslit EM 2016 og er nú á leið í lokakeppni HM í fyrsta skipti. Kári Árnason var í aðalhlutverki í hjarta varnarinnar hjá Íslandi á EM 2016.Vísir/Getty Ómetanlegt framlag Meðal þess sem Þogrímur sagði frá í Brennslunni á dögunum var setning sem situr í Þorgrími og hefur greinilega haft mikil áhrif á liðið. Never lose one against one Lars tönnlaðist á þessu hjá landsliðinu. Í því felst að selja sig ekki þegar andstæðingurinn reynir að komast fram hjá þér. Þessi setning mun enn heyrast á hverjum einasta fundi Heimis með landsliðið. „Þessi lína er besta framlag Lars Lagerbäck til íslenskrar knattspyrnu og algjörlega ómetanleg,“ hefur Þorgrímur eftir miðverðinum Kára Árnasyni í bók sinni. Þorgrímur segir setninguna hafa verið sagða á hverjum einasta degi og sé enn mantra hjá Heimi Hallgrímssyni sem hefur ekki farið leynt með að landsliðið vinni enn á þeim grunni sem Lars byggði með Heimi sem sinn aðstoðarmann árið 2011. Þorgrímur Þráinsson hefur upplifað íslenskt kraftaverk með strákunum í íslenska landsliðinu, og segir frá í nýrri bók.Vísir/Anton Brink Síðasti kaffifundurinn Margoft hefur komið fram í viðtölum við landsliðsmenn Íslands að fagmennskan hafi tekið stórt skref upp á við með komu Lars. Hann hafi fengið í gegn að aðbúnaður leikmanna varðandi ferðalög, starfsfólk og þar fram eftir götunum hafi tekið stakkaskiptum frá því sem áður var. Hann fór sömuleiðis fram á meiri fagmennsku hjá leikmönnum Íslands án þess að krefjast þess beint. Lars virðist hafa haft einstakt lag á því að óska eftir því að leikmenn tækja ábyrgð, sýndu fagmennsku án þess að skipa þeim að gera það. Í einni af fyrstu æfingaferðum landsliðsins undir stjórn Lars mættu nokkrir leikmenn með kaffibolla á fund. Lars spurði leikmennina hvort það væri mikilvægt fyrir þá að drekka kaffi á fundum. Þorgrímur lýsir því þannig að leikmenn hafi horft hver á annan en enginn svarað. Í framhaldinu stóðu þeir upp og lögðu bollana frá sér og var það í síðasta skipti sem leikmenn mættu með kaffi á fund. Nýja bókin hjá Þogrími sem komin er í verslanir. Skammaðist sín niður í tær Bók Þorgríms er mjög skemmtileg og lýsir skemmtilega því sem er í gangi á bak við tjöldin. Samskiptum leikmanna, starfsfólksins auk þess sem Þorgrímur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, rifjar upp augnablik úr eigin ferli. Má nefna skemmtilega sögu af því þegar hann kom Ásgeiri Sigurvinsson, þá skærustu stjörnu landsliðsins, til bjargar í útlöndum. Einnig þegar hann prófaði munntóbak í fyrsta og eina skiptið í landsliðsferð, undir áhrifum frá fyrrnefndum Ásgeiri. Þá er að finna ýmsar skemmtilegar myndir úr ferðum landsliðsins sem ekki hafa birst áður. Blaðamanni þótti þó líklega skemmtilegust sagan, og tengdi vel við hana, þegar Þorgrímur hafði verið uppi á herbergi í landsliðsferð að skófla í sig sælgæti. Þegar hann hafi verið á góðri leið með að breytast í gúmmíkall útaf hlaupátinu hafi hann farið niður í almennt rými þar sem leikmenn sátu og slökuðu á. Henti hann boxi með sælgæti á borið og bauð leikmönnum. Lars stóð álengdar. Þorgrímur, við í landsliðinu borðum ekki sælgæti „Ég skammaðist mín niður í tær, teygði mig í gúmmídraslið og hundskaðist í burtu. Stalst svo eflaust í það um kvöldið þegar mestu þjáningarnar voru yfirstaðnar.“ Þorgrímur fór um víðan völl í spjalli sínu í Brennslunni á dögunum. Útskýrði hvað það væri að „fá sér einn Þorgrím“, hverjir væru helstu sprelligosarnir í landsliðinu og fleira í þeim dúrnum.Spjallið má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður íslenska landsliðisns í knattspyrnu, skammaðist sín niður í tær þegar Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, gerði honum ljóst að í landsliðsferðum Íslands væri ekki borðað sælgæti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók Þorgríms, Íslenska kraftaverkið, á bak við tjöldin. Í bókinni fjallar Þorgrímur um undanfarin ár hjá strákunum okkar sem hefja leik á HM í knattspyrnu í Rússlandi þann 16. júní gegn Argentínu. Þorgrímur hefur eðli málsins samkvæmt haft mikinn aðgang að leikmönnum liðsins en hann virðist ná vel til strákanna. Fékk Þorgrímur leyfi frá landsliðsþjálfurum, starfsfólki KSÍ og leikmönnum til að skrifa bókina sem nú er komin út. Þogrímur ræddi bókina í Brennslunni á FM957 á dögunum þar sem hann sagði frá ýmsu skemmtilegu sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir hins almenna áhugamanns. Landsliðið hefur náð einstökum árangri undanfarin ár eða í kjölfar þess að Lars og Heimir Hallgrímsson tóku við landsliðinu í október 2011. Síðan hefur liðið komist í umspili fyrir HM 2014, í átta liða úrslit EM 2016 og er nú á leið í lokakeppni HM í fyrsta skipti. Kári Árnason var í aðalhlutverki í hjarta varnarinnar hjá Íslandi á EM 2016.Vísir/Getty Ómetanlegt framlag Meðal þess sem Þogrímur sagði frá í Brennslunni á dögunum var setning sem situr í Þorgrími og hefur greinilega haft mikil áhrif á liðið. Never lose one against one Lars tönnlaðist á þessu hjá landsliðinu. Í því felst að selja sig ekki þegar andstæðingurinn reynir að komast fram hjá þér. Þessi setning mun enn heyrast á hverjum einasta fundi Heimis með landsliðið. „Þessi lína er besta framlag Lars Lagerbäck til íslenskrar knattspyrnu og algjörlega ómetanleg,“ hefur Þorgrímur eftir miðverðinum Kára Árnasyni í bók sinni. Þorgrímur segir setninguna hafa verið sagða á hverjum einasta degi og sé enn mantra hjá Heimi Hallgrímssyni sem hefur ekki farið leynt með að landsliðið vinni enn á þeim grunni sem Lars byggði með Heimi sem sinn aðstoðarmann árið 2011. Þorgrímur Þráinsson hefur upplifað íslenskt kraftaverk með strákunum í íslenska landsliðinu, og segir frá í nýrri bók.Vísir/Anton Brink Síðasti kaffifundurinn Margoft hefur komið fram í viðtölum við landsliðsmenn Íslands að fagmennskan hafi tekið stórt skref upp á við með komu Lars. Hann hafi fengið í gegn að aðbúnaður leikmanna varðandi ferðalög, starfsfólk og þar fram eftir götunum hafi tekið stakkaskiptum frá því sem áður var. Hann fór sömuleiðis fram á meiri fagmennsku hjá leikmönnum Íslands án þess að krefjast þess beint. Lars virðist hafa haft einstakt lag á því að óska eftir því að leikmenn tækja ábyrgð, sýndu fagmennsku án þess að skipa þeim að gera það. Í einni af fyrstu æfingaferðum landsliðsins undir stjórn Lars mættu nokkrir leikmenn með kaffibolla á fund. Lars spurði leikmennina hvort það væri mikilvægt fyrir þá að drekka kaffi á fundum. Þorgrímur lýsir því þannig að leikmenn hafi horft hver á annan en enginn svarað. Í framhaldinu stóðu þeir upp og lögðu bollana frá sér og var það í síðasta skipti sem leikmenn mættu með kaffi á fund. Nýja bókin hjá Þogrími sem komin er í verslanir. Skammaðist sín niður í tær Bók Þorgríms er mjög skemmtileg og lýsir skemmtilega því sem er í gangi á bak við tjöldin. Samskiptum leikmanna, starfsfólksins auk þess sem Þorgrímur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, rifjar upp augnablik úr eigin ferli. Má nefna skemmtilega sögu af því þegar hann kom Ásgeiri Sigurvinsson, þá skærustu stjörnu landsliðsins, til bjargar í útlöndum. Einnig þegar hann prófaði munntóbak í fyrsta og eina skiptið í landsliðsferð, undir áhrifum frá fyrrnefndum Ásgeiri. Þá er að finna ýmsar skemmtilegar myndir úr ferðum landsliðsins sem ekki hafa birst áður. Blaðamanni þótti þó líklega skemmtilegust sagan, og tengdi vel við hana, þegar Þorgrímur hafði verið uppi á herbergi í landsliðsferð að skófla í sig sælgæti. Þegar hann hafi verið á góðri leið með að breytast í gúmmíkall útaf hlaupátinu hafi hann farið niður í almennt rými þar sem leikmenn sátu og slökuðu á. Henti hann boxi með sælgæti á borið og bauð leikmönnum. Lars stóð álengdar. Þorgrímur, við í landsliðinu borðum ekki sælgæti „Ég skammaðist mín niður í tær, teygði mig í gúmmídraslið og hundskaðist í burtu. Stalst svo eflaust í það um kvöldið þegar mestu þjáningarnar voru yfirstaðnar.“ Þorgrímur fór um víðan völl í spjalli sínu í Brennslunni á dögunum. Útskýrði hvað það væri að „fá sér einn Þorgrím“, hverjir væru helstu sprelligosarnir í landsliðinu og fleira í þeim dúrnum.Spjallið má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira