Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. maí 2018 21:46 Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun