Cleveland jafnaði með stórleik LeBron Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. maí 2018 06:48 LeBron James átti enn einn frábæra leikinn vísir/getty LeBron James átti enn einn stórleikinn fyrir Cleveland Cavaliers þegar liðið jafnaði úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Cavaliers vann leikinn 111-102 og er staðan í einvíginu jöfn 2-2. James skoraði 44 stig í leiknum ásamt því að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Heimamenn í Cleveland voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og fóru með 34-18 forystu að honum loknum. Nokkuð jafnt var á með liðunum í öðrum leihluta og var staðan 53-68 fyrir Cleveland þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.LeBron James erupts for 44 PTS (his 6th 40+ point game in the 2018 postseason) to help the @cavs win Game 4 and tie the series 2-2! #WhateverItTakes#NBAPlayoffspic.twitter.com/07gQaxUYkW — NBA (@NBA) May 22, 2018 Gestirnir frá Boston gerðu áhlaup í fjórða leikhluta knúnir áfram af Jaylen Brown sem var með 25 stig í leiknum. Leikmenn Boston dreifðu stigaskorinu nokkuð jafnt og voru allir leikmenn þeirra sem á annað borð skoruðu með tveggja stafa tölu í stigaskori. Þeir komust þó aldrei mikið nær en tíu stigum og Cleveland hélt sigurinn út. Cleveland þarf nú að sækja sigur til Boston þar sem Celtics er ósigrað í úrslitakeppninni til þessa. „Við vitum að stuðningsmenn þeirra eru mjög háværir og þetta er ekki vinalegt umhverfi. En við þurfum að vera með hausinn rétt stilltan og þá getum við unnið,“ sagði James eftir leikinn. James bætti met Kareem Abdul-Jabbar í körfum skoruðum í úrslitakeppni NBA deildarinnar og náði sínum 25. leik á ferlinum í úrslitakeppni þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig.Kevin Love picks out LeBron James with the full court chest pass in tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/GjoqgqSsFE — NBA (@NBA) May 22, 2018 NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
LeBron James átti enn einn stórleikinn fyrir Cleveland Cavaliers þegar liðið jafnaði úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Cavaliers vann leikinn 111-102 og er staðan í einvíginu jöfn 2-2. James skoraði 44 stig í leiknum ásamt því að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Heimamenn í Cleveland voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og fóru með 34-18 forystu að honum loknum. Nokkuð jafnt var á með liðunum í öðrum leihluta og var staðan 53-68 fyrir Cleveland þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.LeBron James erupts for 44 PTS (his 6th 40+ point game in the 2018 postseason) to help the @cavs win Game 4 and tie the series 2-2! #WhateverItTakes#NBAPlayoffspic.twitter.com/07gQaxUYkW — NBA (@NBA) May 22, 2018 Gestirnir frá Boston gerðu áhlaup í fjórða leikhluta knúnir áfram af Jaylen Brown sem var með 25 stig í leiknum. Leikmenn Boston dreifðu stigaskorinu nokkuð jafnt og voru allir leikmenn þeirra sem á annað borð skoruðu með tveggja stafa tölu í stigaskori. Þeir komust þó aldrei mikið nær en tíu stigum og Cleveland hélt sigurinn út. Cleveland þarf nú að sækja sigur til Boston þar sem Celtics er ósigrað í úrslitakeppninni til þessa. „Við vitum að stuðningsmenn þeirra eru mjög háværir og þetta er ekki vinalegt umhverfi. En við þurfum að vera með hausinn rétt stilltan og þá getum við unnið,“ sagði James eftir leikinn. James bætti met Kareem Abdul-Jabbar í körfum skoruðum í úrslitakeppni NBA deildarinnar og náði sínum 25. leik á ferlinum í úrslitakeppni þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig.Kevin Love picks out LeBron James with the full court chest pass in tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/GjoqgqSsFE — NBA (@NBA) May 22, 2018
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira