Húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Dagur B. Eggertsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Yfirstandi kjörtímabil hefur verið mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Aldrei áður hafa verið jafnmargar íbúðir í byggingu í Reykjavík og einmitt nú. Samfélagið er að gjalda það dýru verði að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður verkamannabústaðakerfið. Fyrir vikið eru fjölmargir sem eiga erfitt með að koma sér öruggu þaki yfir höfuðið. Til að mæta þessum vanda hefur verið leitað fyrirmynda á Norðurlöndum. Áhersla meirihluta borgarstjórnar hefur verið á fjölgun félagslegra leiguíbúða og uppbyggingu á vegum húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þessi félög eru á vegum stúdenta, eldri borgara, verkalýðshreyfingarinnar og fleiri uppbyggingarfélaga sem byggja nú íbúðir um alla borg. Það er lykilatriði til að húsnæðismarkaðurinn verði heilbrigðari. Til viðbótar byggja Félagsbústaðir sérstök búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Fyrir síðustu kosningar var markmiðið sett á að yfir 2.500 leigu- og búseturéttaríbúðir færu af stað í Reykjavík á fimm árum. Þær verða yfir 3.000 og er það sérstakt fagnaðarefni. Ekki veitir af.Húsnæði um alla borg Uppbygging öruggari leigumarkaðar heldur áfram á næsta kjörtímabili. Til viðbótar er nauðsynlegt að auka möguleika ungs fólks og fyrstu kaupenda til að eignast hagkvæmt húsnæði. Til að slík verkefni verði að veruleika hefur borgin tekið frá lóðir fyrir slíkar íbúðir í Skerjafirði, á Veðurstofuhæð, á lóð Stýrimannaskólans, í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi, Gufunesi og í Úlfarsárdal. Í fyrsta áfanga verða þetta 500 íbúðir sem munu standa ungu fólki og fyrstu kaupendum til boða. Sjötíu hugmyndir bárust í hugmyndaleit að uppbyggingarverkefnum fyrir þennan hóp í vetur og næsta skref er að fá beinar tillögur og tilboð frá áhugasömum uppbyggingaraðilum. Við val á samstarfsaðilum mun borgin m.a. horfa til þess hve hratt viðkomandi getur skilað húsnæðinu og á hvaða kjörum. Þetta er enn eitt verkefnið sem gerir húsnæðismarkaðinn í Reykjavík fjölbreyttari og heilbrigðari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Kosningar 2018 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Yfirstandi kjörtímabil hefur verið mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Aldrei áður hafa verið jafnmargar íbúðir í byggingu í Reykjavík og einmitt nú. Samfélagið er að gjalda það dýru verði að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður verkamannabústaðakerfið. Fyrir vikið eru fjölmargir sem eiga erfitt með að koma sér öruggu þaki yfir höfuðið. Til að mæta þessum vanda hefur verið leitað fyrirmynda á Norðurlöndum. Áhersla meirihluta borgarstjórnar hefur verið á fjölgun félagslegra leiguíbúða og uppbyggingu á vegum húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þessi félög eru á vegum stúdenta, eldri borgara, verkalýðshreyfingarinnar og fleiri uppbyggingarfélaga sem byggja nú íbúðir um alla borg. Það er lykilatriði til að húsnæðismarkaðurinn verði heilbrigðari. Til viðbótar byggja Félagsbústaðir sérstök búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Fyrir síðustu kosningar var markmiðið sett á að yfir 2.500 leigu- og búseturéttaríbúðir færu af stað í Reykjavík á fimm árum. Þær verða yfir 3.000 og er það sérstakt fagnaðarefni. Ekki veitir af.Húsnæði um alla borg Uppbygging öruggari leigumarkaðar heldur áfram á næsta kjörtímabili. Til viðbótar er nauðsynlegt að auka möguleika ungs fólks og fyrstu kaupenda til að eignast hagkvæmt húsnæði. Til að slík verkefni verði að veruleika hefur borgin tekið frá lóðir fyrir slíkar íbúðir í Skerjafirði, á Veðurstofuhæð, á lóð Stýrimannaskólans, í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi, Gufunesi og í Úlfarsárdal. Í fyrsta áfanga verða þetta 500 íbúðir sem munu standa ungu fólki og fyrstu kaupendum til boða. Sjötíu hugmyndir bárust í hugmyndaleit að uppbyggingarverkefnum fyrir þennan hóp í vetur og næsta skref er að fá beinar tillögur og tilboð frá áhugasömum uppbyggingaraðilum. Við val á samstarfsaðilum mun borgin m.a. horfa til þess hve hratt viðkomandi getur skilað húsnæðinu og á hvaða kjörum. Þetta er enn eitt verkefnið sem gerir húsnæðismarkaðinn í Reykjavík fjölbreyttari og heilbrigðari.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar