Heiðarleiki – nauðsynlegt innihald stjórnmála Soumia Georgsdóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun