Framtíð frístundaheimilanna í Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson og Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 21. maí 2018 14:46 Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun