Fótbolti

Nainggolan hættir með landsliði Belga eftir að vera utan HM-hóps

Einar Sigurvinsson skrifar
Radja Nainggolan hefur spilað sinn síðasta leik fyrir belgíska landsliðið.
Radja Nainggolan hefur spilað sinn síðasta leik fyrir belgíska landsliðið. visir/getty
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, valdi í dag 28 manna hóp Belga sem á möguleika á að fara á Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þann 4. júní mun leikmönnum hópsins síðan fækka um fimm þegar 23 manna lokahópur verður kynntur.

Athygli vekur að leikmaður Roma, Radja Nainggolan, er utan 28 manna hópsins. Skömmu eftir að Martinez tilkynnti gaf Nainggolan það út að hann væri hættur að gefa kost á sér í hópinn.

Við vitum öll að Radja [Nainggolan] er frábær leikmaður, en ástæðan er einföld og hún er taktísk. Radja hefur verið mikilvægur leikmaður hjá sínu félagsliði en ég sé ekki að við getum gefið honum slíkt hið sama,“ sagði Roberto Martinez, aðspurður að því hvers vegna Nainggolan væri utan hópsins.

„Ég hef allta tíð lagt mig allan fram fyrir þjóð mína. Það er með miklum trega sem ég ákveð að ferill minn með landsliðinu hefur tekið enda,“ sagði Nainggolan á Instagram síðu sinni skömmu eftir að belgíski hópurinn hafði verið kynntur.

Belgía leikur í G-riðli á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi ásamt Englandi, Panama og Túnis.

28 manna hópur Belgíu:

Markmenn: Koen Casteels (Wolfsburg), Thibaut Courtois (Chelsea), Simon Mignolet (Liverpool), Matz Sels (Newcastle United).

Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspur), Dedryck Boyata (Celtic), Laurent Ciman (Los Angeles FC), Christian Kabasele (Watford), Vincent Kompany (Manchester City), Jordan Lukaku (Lazio), Thomas Meunier (Paris St-Germain), Thomas Vermaelen (Barcelona), Jan Vertonghen (Tottenham Hotspur).

Miðjumenn: Yannick Carrasco (Dalian Yifang), Kevin de Bruyne (Manchester City), Mousa Dembele (Tottenham Hotspur), Leander Dendoncker (Anderlecht), Marouane Fellaini (Manchester United), Eden Hazard (Chelsea), Thorgan Hazard (Borussia Monchengladbach), Adnan Januzaj (Real Sociedad), Dries Mertens (Napoli), Youri Tielemans (Monaco), Axel Witsel (Tianjin Quanjian).

Sóknarmenn: Michy Batshuayi (Chelsea), Christian Benteke (Crystal Palace), Nacer Chadli (West Brom), Romelu Lukaku (Manchester United).
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×