Kennarar eru úrvinda Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2018 11:15 Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun