Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2018 22:19 Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bandarískur kvikmyndagerðarmaður af gyðingaættum segir umskurð drengja vera freklegt inngrip í réttindi barna og fagnar því ef íslensk stjórnvöld samþykkja lög sem banna umskurð án læknisfræðilegra ástæðu. Aðgerðin hafi ekkert með trúarbrögð gyðinga að gera og vegna aukinna upplýsinga hafi dregið úr þessum aðgerðum af trúarlegum ástæðum. Eliyahu Ungar-Sargon er ekki bara gyðingur heldur er faðir hans rabbíni. Undanfarin rúman áratug hefur hann ferðast um heiminn með heimildarmynd sína um umskurð drengja og var myndin sýnd í Háskólabíói í vikunni á vegum Intact Iceland sem berst fyrir því að ekki megi umskera drengi nema þeir samþykki það sjálfir þegar þeir verða lögráða við átján ára aldurinn, nema af heilsufarsástæðum. Hann segir það hafa reynst erfitt persónulega innan fjölskyldunnar að berjast gegn umskurði. „Þetta var ferðalag og reyndar hafði ferlið við að gera þessa mynd mjög græðandi áhrif á samband mitt við föður minn. Þetta er umdeilt mál og það vekur tilfinningaþrungin viðbrögð þegar maður fer að tala um það en ég held að þegar maður gefur fólki réttar upplýsingar fer samtalið upp á hærra plan og maður getur átt gott, þýðingarmikið og uppbyggjandi samtal um umskurð og þau mál sem hann hefur í för með sér,“ segir Eliyahu.Telur viðhorfin að breytast Faðir Eliyahu er ekki aðeins rabbíni heldur einnig taugalæknir. Með tímanum hafi viðhorf föður hans því mildast þegar farið var yfir þann skaða sem umskurður valdi á viðkvæmum taugaendum í forhúðinni. Hann segir að þótt rekja megi þessa hefð þúsundir ára aftur í tímann hafi hann trúa á að viðhorf gyðinga almennt geti breyst enda sé löng hefð fyrir því að viðhorf breytist innan gyðingdómsins með auknum upplýsingum. „Það hafa alltaf verið til gyðingar sem hafa verið andsnúnir þessum helgisið. Þetta vita ekki margir og raddir þeirra hafa verið þaggaðar niður. Nú lifum við á stafrænni öld og það er miklu erfiðara að þagga niður í þessum röddum. Ég held að það sé viðhorfsbreyting í gangi og að við munum sjá æ fleiri gyðinga stíga fram sem eru sammála mér um að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Eliyahu. Það eigi einnig almennt við í Bandaríkjunum þar sem umskurður drengja hefur verið mjög algengur burt séð frá trúarbrögðum. Eliyahu er ánægður með frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri um bann við umskurði og var létt að á Íslandi ríki ekki almenn andúð á gyðingum og múslimum. „Hérna á Íslandi kemur þetta eingöngu fram til að vernda börn. Þess vegna kom ég hingað til að sýna myndina mína. Ég vil styðja þetta og ég held að það yrði magnað ef Ísland yrði fyrsta landið sem setur lög sem vernda öll börn og líkama þeirra burt séð frá því hvort þau eru karlkyns, kvenkyns eða intersex,“ segir Eliyahu Ungar-Sargon.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent