Hannes Þór leikstýrði stórri HM-auglýsingu áður en hann hóf undirbúninginn fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 12:30 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira