Okrarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. maí 2018 10:00 Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð!
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun