Átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými 106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu. Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbyggingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjónustu í meira mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri. Heildarfjölda hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmdaáætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 ný rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir. Vinnan sem framundan er við staðarval, byggingu og rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið allt.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými 106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu. Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbyggingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjónustu í meira mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri. Heildarfjölda hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmdaáætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 ný rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir. Vinnan sem framundan er við staðarval, byggingu og rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið allt.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun