Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 16:15 Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár og hafa fjallagarpar fylgst með halla hans undanfarið. Erla Kristín Birgisdóttir „Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg. Esjan Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg.
Esjan Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira