Kennir svefnpillum um rasískt tíst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 14:25 Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. vísir/getty Leikkonan Roseanne Barr kennir áhrifum svefnlyfja um rasískt tíst sem hún birti á Twitter í gær. Tísti Barr svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti að þáttur Barr yrði tekinn af dagskrá vegna tístsins, en þættir hennar sem nutu vinsælda á 10. áratugnum höfðu nýlega verið endurvaktir. Sagði ABC í yfirlýsingu að tístið hefði verið andstyggilegt og ógeðfellt. Greint er frá því á vef Guardian að Barr hafi síðan reynt að útskýra tístið. „Þetta var klukkan tvö um morgun og ég var að tísta á Ambien. [...] Ég gekk of langt og ég vil ekki verja þetta. Þetta var svívirðilegt og óverjanlegt. Ég held að Joe Rogan hafi haft rétt fyrir sér um Ambien,“ sagði Barr og vísaði þar í orð Rogan þegar hann lýsti lyfinu sem „ógnvekjandi dóti.“ „Ég vil ekki reyna að búa til afsakanir fyrir það sem ég gerði en ég hef gert undarlega hluti undir áhrifum Ambien: brotið vegg klukkan tvö um nótt og svo framvegis,“ sagði Barr. Barr mun verða gestur í hlaðvarpsþætti Rogan, The Joe Rogan Experience, á föstudag en í síðustu viku vakti Rogan athygli á grein í Huffington Post sem fjallaði um aukaverkanir svefnlyfsins sem er það svefnlyf sem læknar ávísa mest á. Tengdar fréttir Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikkonan Roseanne Barr kennir áhrifum svefnlyfja um rasískt tíst sem hún birti á Twitter í gær. Tísti Barr svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti að þáttur Barr yrði tekinn af dagskrá vegna tístsins, en þættir hennar sem nutu vinsælda á 10. áratugnum höfðu nýlega verið endurvaktir. Sagði ABC í yfirlýsingu að tístið hefði verið andstyggilegt og ógeðfellt. Greint er frá því á vef Guardian að Barr hafi síðan reynt að útskýra tístið. „Þetta var klukkan tvö um morgun og ég var að tísta á Ambien. [...] Ég gekk of langt og ég vil ekki verja þetta. Þetta var svívirðilegt og óverjanlegt. Ég held að Joe Rogan hafi haft rétt fyrir sér um Ambien,“ sagði Barr og vísaði þar í orð Rogan þegar hann lýsti lyfinu sem „ógnvekjandi dóti.“ „Ég vil ekki reyna að búa til afsakanir fyrir það sem ég gerði en ég hef gert undarlega hluti undir áhrifum Ambien: brotið vegg klukkan tvö um nótt og svo framvegis,“ sagði Barr. Barr mun verða gestur í hlaðvarpsþætti Rogan, The Joe Rogan Experience, á föstudag en í síðustu viku vakti Rogan athygli á grein í Huffington Post sem fjallaði um aukaverkanir svefnlyfsins sem er það svefnlyf sem læknar ávísa mest á.
Tengdar fréttir Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein