Innlent

Innbrot í skartgripaverslun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hamraborg í Kópavogi.
Hamraborg í Kópavogi.
Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina.

Ekki er þó vitað á þessari stundu hverju var stolið en málið er til rannsóknar.

Þá skarst lögregla í leikinn þegar slagsmál brutust út á Landakotstúni. Þar var maður, sem sagður er hafa verið í annarlegu ástandi, handtekinn vegna gruns um hótanir og eignaspjöll. Ekki fylgir sögunni hvort einhver hafi slasast í áflogunum eða hver upptök þeirra voru.

Að sama skapi var bílstjóri sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur í nótt. Hann hafði ekið bifreið sinni á 114 kílómetra hraða eftir Bústaðavegi, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Þar að auki reyndist bifreið hans vera ótryggð og voru því skráningarmerki hennar einnig klippt af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×