Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2018 22:01 Donald Trump og Justin Trudeau ræðast við. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir fyrr í dag að hann vildi ryðja viðskiptahindrunum úr vegi á milli Bandaríkjamanna og nánustu bandamanna þeirra. Þetta sagði Trump þrátt fyrir að hafa sjálfur lagt verndartolla á innflutning á stáli og áli frá Evrópu, Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna. Trump sagði þetta á óundirbúnum blaðamannafundi eftir fund leiðtoga G7 ríkjanna í Kanada í dag. Sagði Trump takmark sitt vera að útrýma öllum tollum.Hann sagði Bandaríkjastjórn ekki ætla að sætta sig við áframhaldandi viðskiptahindrunum sem aðrar þjóðir standa fyrir. Óttast margir að tollastríð í kjölfar ákvörðunar Trump að leggja verndartolla á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Kanada, Justin Tudeau, fullvissaði blaðamenn í fyrr í dag að hann myndi svara þessari ákvörðun Trump 1. júlí næstkomandi með því að leggja verndartolla á innflutning á vörum frá Bandaríkjunum til Kanada. Trudeau sagði Kanadamenn vera kurteisa en bætti við: „Við munum ekki láta ráðskast með okkur. Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada.“ Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland tilheyra G7. Leiðtogar þeirra ríkja höfðu vonast til að geta nýtt G7-fundinn til að ræða þessa tolla við Trump, en forseti Bandaríkjanna sagði við blaðamenn að það hefði komið til tals að fella niður tolla. „Ég lagði það til. Ég held að þau séu á leiðinni aftur að teikniborðinu til að kanna þetta frekar,“ sagði Trump sem sagði samskipti ríkjanna vera góð og nefndi þar sérstaklega Frakkland og Kanada. Donald Trump Kanada Mexíkó Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir fyrr í dag að hann vildi ryðja viðskiptahindrunum úr vegi á milli Bandaríkjamanna og nánustu bandamanna þeirra. Þetta sagði Trump þrátt fyrir að hafa sjálfur lagt verndartolla á innflutning á stáli og áli frá Evrópu, Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna. Trump sagði þetta á óundirbúnum blaðamannafundi eftir fund leiðtoga G7 ríkjanna í Kanada í dag. Sagði Trump takmark sitt vera að útrýma öllum tollum.Hann sagði Bandaríkjastjórn ekki ætla að sætta sig við áframhaldandi viðskiptahindrunum sem aðrar þjóðir standa fyrir. Óttast margir að tollastríð í kjölfar ákvörðunar Trump að leggja verndartolla á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Kanada, Justin Tudeau, fullvissaði blaðamenn í fyrr í dag að hann myndi svara þessari ákvörðun Trump 1. júlí næstkomandi með því að leggja verndartolla á innflutning á vörum frá Bandaríkjunum til Kanada. Trudeau sagði Kanadamenn vera kurteisa en bætti við: „Við munum ekki láta ráðskast með okkur. Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada.“ Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland tilheyra G7. Leiðtogar þeirra ríkja höfðu vonast til að geta nýtt G7-fundinn til að ræða þessa tolla við Trump, en forseti Bandaríkjanna sagði við blaðamenn að það hefði komið til tals að fella niður tolla. „Ég lagði það til. Ég held að þau séu á leiðinni aftur að teikniborðinu til að kanna þetta frekar,“ sagði Trump sem sagði samskipti ríkjanna vera góð og nefndi þar sérstaklega Frakkland og Kanada.
Donald Trump Kanada Mexíkó Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48