Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:37 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00