
Tækifæri í fúskinu
Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins.
Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið?
Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum.
Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt.
Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum.
Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi.
Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg.
Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum.
Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin?
Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar