Vísa burt hælisleitanda því hann var neyddur til að vinna fyrir skæruliða Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 11:05 Innflytjendadómstólar í Bandaríkjunum starfa undir dómsmálaráðuneyti landsins. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll í innflytjendamálum í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kona frá El Salvador verði að yfirgefa landið. Skæruliðar rændu konunni og neyddu hana til að vinna fyrir sig fyrir tæpum þrjátíu árum. Það telur dómstólinn jafngilda því að konan tengist hryðjuverkahópi. Konunni var rænt í heimalandinu árið 1990. Skæruliðarnir hótuðu að drepa hana ef hún eldaði ekki og þrifi fyrir þá. Þeir neyddu hana einnig til að horfa á þegar þeir létu eiginmann hennar, sem var liðþjálfi í stjórnarhernum, grafa sína eigin gröf áður en hann var drepinn, að því er segir í skjölum málsins. Þessi „störf“ konunnar fyrir skæruliðana taldi innflytjendadómstóllinn jafngilda því að hefði veitt samtökum sem bandarísks stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkahóp „efnislega aðstoð“. Þar með ætti hún ekki rétt á hæli í Bandaríkjunum eða að láta stöðva brottvísun sína.Engin undanþága vegna nauðungarvinnu Konan komst ólöglega til Bandaríkjanna árið 1991 en fékk síðar tímabundið landvistarleyfi vegna náttúruhamfara í heimalandinu. Hún yfirgaf Bandaríkin um tíma en kom þangað aftur árið 2004. Yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi og hefur mál hennar þvælst um í dómskerfinu í áraraðir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Dómurinn klofnaði í máli konunnar. Tveir dómendur töldu að senda ætti hana úr landi en einn skilaði séráliti. Annar dómendanna sem mynduðu meirihlutann sagði að engin undanþága væri í lögunum um nauðgunarvinnu fyrir hryðjuverkasamtök. Dómandinn sem skilaði séráliti gagnrýndi félaga sína harðlega og sagði störf konunnar fyrir skæruliðana hafi verið svo smáleg að þau féllu ekki undir skilgreiningu á „efnislegri aðstoð“. Konan getur enn áfrýjað niðurstöðunni til alríkisdómstóls eða reynt að sannfæra Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, um að grípa inn í mál hennar. Blóðugt borgarastríð geisaði í El Salvador frá 1979 til 1992. Þar börðust nokkrar sveitir vinstrisinnaðra skæruliða gegn herforingjastjórn sem naut stuðnings Bandaríkjastjórnar. Bandaríkin El Salvador Flóttamenn Mið-Ameríka Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í innflytjendamálum í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kona frá El Salvador verði að yfirgefa landið. Skæruliðar rændu konunni og neyddu hana til að vinna fyrir sig fyrir tæpum þrjátíu árum. Það telur dómstólinn jafngilda því að konan tengist hryðjuverkahópi. Konunni var rænt í heimalandinu árið 1990. Skæruliðarnir hótuðu að drepa hana ef hún eldaði ekki og þrifi fyrir þá. Þeir neyddu hana einnig til að horfa á þegar þeir létu eiginmann hennar, sem var liðþjálfi í stjórnarhernum, grafa sína eigin gröf áður en hann var drepinn, að því er segir í skjölum málsins. Þessi „störf“ konunnar fyrir skæruliðana taldi innflytjendadómstóllinn jafngilda því að hefði veitt samtökum sem bandarísks stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkahóp „efnislega aðstoð“. Þar með ætti hún ekki rétt á hæli í Bandaríkjunum eða að láta stöðva brottvísun sína.Engin undanþága vegna nauðungarvinnu Konan komst ólöglega til Bandaríkjanna árið 1991 en fékk síðar tímabundið landvistarleyfi vegna náttúruhamfara í heimalandinu. Hún yfirgaf Bandaríkin um tíma en kom þangað aftur árið 2004. Yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi og hefur mál hennar þvælst um í dómskerfinu í áraraðir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Dómurinn klofnaði í máli konunnar. Tveir dómendur töldu að senda ætti hana úr landi en einn skilaði séráliti. Annar dómendanna sem mynduðu meirihlutann sagði að engin undanþága væri í lögunum um nauðgunarvinnu fyrir hryðjuverkasamtök. Dómandinn sem skilaði séráliti gagnrýndi félaga sína harðlega og sagði störf konunnar fyrir skæruliðana hafi verið svo smáleg að þau féllu ekki undir skilgreiningu á „efnislegri aðstoð“. Konan getur enn áfrýjað niðurstöðunni til alríkisdómstóls eða reynt að sannfæra Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, um að grípa inn í mál hennar. Blóðugt borgarastríð geisaði í El Salvador frá 1979 til 1992. Þar börðust nokkrar sveitir vinstrisinnaðra skæruliða gegn herforingjastjórn sem naut stuðnings Bandaríkjastjórnar.
Bandaríkin El Salvador Flóttamenn Mið-Ameríka Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent