Körfubolti

LeBron James bætti met Michael Jordan í miðjum hörmungunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James bætir NBA-metin en er ekki kátur.
LeBron James bætir NBA-metin en er ekki kátur. Vísir/Getty
LeBron James hafði litla ástæðu til að brosa eftir leik næturinnar í lokaúrslitum NBA-deildarinnar og skipti þar litlu þótt að hann hafi þar bætt met Michael Jordan og verið sá fyrsti til að ná tíu þrennum í úrslitaeinvígi um titilinn.  

James og félagar hans töpuðu þriðja leiknum í röð á móti Golden State Warriors og eiga á hættu að vera sópað út úr lokaúrslitunum í næsta leik sem fer fram í Cleveland.





LeBron James skoraði 30 stig í leiknum í nótt og bætti við 11 stoðsendingum og 10 fráköstum. Hann komst í 30 stigin með því að setja niður þrist tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok. Þetta var 238 leikur LeBron James í úrslitakeppni NBA og í 110. skiptið sem hann skorar 30 stig eða meira.

Michael Jordan átti metið en hann skorað 30 stig eða meira í 109 af 179 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA.  James hefur átt hvernig stórleikinn á fætur öðrum í þessari úrslitakeppni og er núna búinn að ná Jordan.

James var fyrir löngu búinn að taka stigametið af Jordan. MJ skoraði á sínum tíma 5987 stig í úrslitakeppni en James er kominn með 6888 stig í úrslitakeppni sem er mögnuð tölfræði.

Michael Jordan skoraði 33,4 stig að meðaltali í sínum leikjum í úrslitakeppni en LeBron James er með 28,9 stig að meðaltali í sínum leikjum.





James átti þegar metið yfir flestar þrennur í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn en hann hafði áður tekið það af Magic Johnson sem náði á sínum tíma átta slíkum þrennum.

Kannski er enn ótrúlegri staðreyn að LeBron James er búinn að vera með að minnsta kosti 25 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í síðustu tíu leikjum sínum í lokaúrslitum. Vandamálið er bara að Cleveland hefur aðeins unnið þrjá þeirra.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×