Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 16:52 Franskir hermenn við æfingar. Vísir/EPA Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum. NATO Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum.
NATO Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira