Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 12:30 Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00