Körfubolti

LeBron James hlýtur að vera mjög pirraður þegar hann skoðar þessa tölfræði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
Cleveland Cavaliers er 2-0 undir í lokaúrslitum NBA-deildarinnar þrátt fyrir að LeBron James sé að bjóða upp á 40 stig, 10,5 stoðsendingar og 8,5 fráköst að meðaltali í leik. Ef hann hefur einhvern tímann skort hjálp frá liðsfélögunum þá er það einmitt núna.

LeBron James er vissulega að reyna að spila uppi félaga sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar en þeir eru bara ekki að hitta úr skotunum sínum.

LeBron James hefur reyndar gefið 21 stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum en hann hefði getað verið með 24 fleiri.

Liðsfélagar hans hafa nefnilega aðeins nýtt 8 af 32 skotum sem James hefur búið til fyrir þá fyrir utan þriggja stiga línuna. Það gerir aðeins 25 prósent nýtingu hjá mörgum af bestu skotmönnum liðsins.

Leikmenn Cleveland eru þar af búnir að klúðra ellefu galopnun þriggja stiga skotum í fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafði spilað þá uppi.

LeBron er því örugglega mjög pirraður þegar hann skoðar þessa tölfræði sem er hér fyrir neðan.





Afrek LeBron James í stigaskorun eru með því besta sem hefur sést í lokaúrslitum NBA en hann fer ekki langt ef liðsfélagarnir hans klúðra flestum skotunum sínum.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×