Hátíð í bæ Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júní 2018 10:00 Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð!
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun