Hátíð í bæ Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júní 2018 10:00 Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda. „Ég vil ekki láta éta mig,“ sagði lítil stúlka við móður sína. Orðin voru ekki mælt í ótta heldur var þetta skorinorð yfirlýsing stúlku sem veit hvað hún vill ekki að hendi sig. Úr andlitum barnanna sem mændu á risaeðlurnar mátti lesa allt í senn lotningu, spennu og gleði. Ekki var laust við að hinir fullorðnu smituðust af innlifun þeirra. Það var hlegið, klappað og hrópað af hrifningu í miðbænum þegar risaeðlurnar sýndu sig. Einstaka ung og viðkvæm sál brast í grát, en það taldist til undantekninga. Gleðin var við völd hjá öllum aldurshópum. Svona á Listahátíð einmitt að hefjast, með hópi brosandi þátttakenda sem kunna að hrífast. Engir kunna það betur en börnin. Börn hafa skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl og eru hrifnæm. Þau lifa sig inn í hluti á aðdáunarverðan hátt. Það þarf ekki alltaf að setja sig í hátíðlegar og alvarlegar stellingar til að njóta listviðburða, innlifun dugar, eins og kom greinilega í ljós þegar börnin í miðbænum fögnuðu innkomu risaeðlanna í borgina. Örskömmu eftir að hinn stórkostlegi hollenski götuleikhópur, sem brá sér í gervi risaeðlanna, hafði kvatt birtist annar og alls ólíkur hópur í miðbænum, prúðbúið fólk á hjólum. Þetta var eins og sérhönnuð auglýsing til að minna á áherslur síðasta borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og hins nýja meirihluta sem nú er verið að mynda. Nánast eins og draumsýn um betri borg þar sem íbúarnir kunna hvergi betur við sig en á hjólum. Þarna var á ferð svokallaður Tweed Ride-hjólahópur, sem allir sannir fagurkerar hljóta að dást að, og mætti sjást mun oftar á götum borgarinnar. Allavega mun geðugri sjón en sú mengandi bílaumferð sem borgurunum er ætlað að taka eins og sjálfsögðum hlut. Í miðbænum, þennan laugardagseftirmiðdag, fór ekki fram hjá neinum að Listahátíð var hafin. Þetta er hátíð sem minnir okkur á áhrif lista og sköpunar og á að vera gleðigjafi. Það er líka mikilvægt að allir geti notið hennar á einhvern hátt, óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Í ár er úrval ókeypis atriða í boði, sum æði frumleg, eins og þegar hægt verður að fljóta um í sundlaug í Breiðholtinu og hlusta á íslenska kvikmyndatónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu. Þar hlýtur að verða til einstakt samspil vatns og tóna. Ekki hafa allir sem vilja tök á því að sækja Listahátíð vegna aðstæðna sinna. Því er gleðilegt að sjá í kynningarbæklingi hátíðarinnar dagskrárlið þar sem tónlistarkonur heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir og leika útsetningar á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Þarna bankar Listahátíð upp á hjá fólki sem kemst ekki á hátíðina. Áhersla eins og þessi er falleg – og líka svo rétt. Nú fara í hönd góðir dagar þar sem alls kyns spennandi listviðburðir eru í boði. Njótum þeirra. Gleðilega Listahátíð!
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar