Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 11:13 Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Aðsent Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. Að hennar mati er Sjálfstæðisflokkurinn samt varla stjórntækur. Hún segir umræðuna síðustu daga hafa snúist um persónur frekar en málefni og sér ekki fyrir sér marga kosti í stöðunni. „Ég held að ég geti ekki litið á þetta öðruvísi en ég hafi fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Theodóra í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn vera í vanda og síðustu daga hafi verið mikið rætt um að ákveðnir einstaklingar gætu ekki starfað með Viðreisn eða með henni. „Miðað við allt held ég að það sé pattstaða núna en mér sýnist nú að niðurstaðan verði sú að Sjálfstæðisflokkurinn fari með Framsókn. Ég held að þetta sé ekki vænlegt að þvinga þessu samstarfi áfram í einhverri óánægju, ég stend ekki fyrir það.“ Aðrir kostir hafi þó auðvitað verið skoðaðir. Hún viðurkenndi að þessi niðurstaða sé að koma sér mjög mikið á óvart. Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar hafi lýst því yfir „nánast á kosninganótt“ að þau vildu ekki vinna með henni áfram.Pattstaða hefur verið í Kópavogi síðustu daga.Vísir/GVAGamla pólitíkin eins og gufustrókur Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínum fimm bæjarfulltrúum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fékk tvo fulltrúa. Þar með hélt meirihlutinn með sjö fulltrúa af ellefu. Í Sprengisandi fyrir viku var Theodóra bjartsýn á að meirihlutinn myndi starfa áfram sama. Theodóra segir núna að að sínu mati hafi það verið „lýðræðislega var niðurstaðan þannig að íbúar, og ég fann það auðvitað í kosningabaráttunni, að fólk vildi þennan meirihluta áfram. Það hefur gengið gríðarlega vel í frábærum verkefnum.“ Hún segir Kópavog vera að komast á þann stað að verða best rekna sveitarfélagið á Íslandi, rekið af mikilli ábyrgð. „Allt í einu snýr þetta bara um einhverjar persónur sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa. Miðað við það sem er búið að ganga á síðustu daga inni í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi þá finnst mér hann nú tæplega vera stjórntækur.“ Margrét sé búin að rísa upp og gefa það út að hún vilji ekki áframhaldandi samstarf „gegn Ármanni, hann vill áframhaldandi samstarf.“ Upplifir Theodóra ástandið sem rýting í bakið á Ármanni Kr. Ólafssyni oddvita Sjálfstæðisflokksins og segir augljósa óeiningu innan flokksins. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp bara eins og gufustrókur hérna í Kópavogi.“ Theodóra ítrekar að meirihlutinn sem var kosinn áfram ætti að fá að starfa áfram. Umræðan um meirihlutaviðræður hafi verið persónupólitík. „Ég er búin að heyra alls konar. Þetta byrjaði þannig að þetta væri persónulegt gagnvart mér. Ég les það í fjölmiðlum að ég sé nánast ekki húsum hæf út af því að ég sé klaufi í samskiptum og allt slíkt.“Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurÓsammála um óvissuferð á kostnað bæjarsjóðs Theodóra viðurkenndi í Sprengisandi að hún gerði sér alveg grein fyrir því að hún sé ekki vinsæl innan bæjarráðs. „Ég hef líka staðið í lappirnar gegn alls konar, ég veit ekki hvort að það hafi áhrif.“ Vissulega hafi komið ákvarðanir og mál upp sem þær Margrét hafi alls ekki verið sammála um. Nefndi hún þar launamálin, bæjarskrifstofurnar og skemmtiferð bæjarfulltrúa. Theodóra segir að sér hafi fundist eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir í ferðina en Margrét hafi ekki verið sammála því. „Ég er ekki alveg til í óvissuferð á kostnað bæjarsjóðs.“ Theodóra segir að hún hafi óskað eftir því að fá að vita um hvað þetta snerist. „Þetta fór auðvitað í taugarnar á þeim og ég er ekkert vinsælasta manneskjan í hópnum en það endaði þannig að ég neitaði að fara í þessa ferð.“ Reynt var að ná málamiðlunum og segir Theodóra að það hafi verið ákveðið að vínið og eitthvað fleira yrði dregið frá hjá kjörnum fulltrúum. „Mér fannst þetta allt óþægilegt. Það er 2018 og við ætluðum að breyta stjórnsýslunni, breyta starfsháttum.“ Theodóra stóð fast á sínu og sleppti því að fara með í þessa ferð á kostnað bæjarsjóðs Kópavogs. „Ég ákvað að fara ekki. Ég horfði á rútuna fara“ Allir aðrir hafi þó valið að fara með í ferðina og var borgað fyrir danskennslu, rútuferð, bátsferð, vín og fleira. „Ég stend í lappirnar með þetta. Fólk getur ekki komið mér og mun aldrei koma mér í einhverja óþægilega stöðu., ég bara er ekki til í það.“ Theodóra sagði í viðtalinu að fólki ætti eftir að finnast óþægilegt að hún væri að tala um þetta. „Ég mun fá á mig alls konar eftir þetta. Það er alltaf þannig þegar maður upplýsir og maður stendur í lappirnar og er einhvern vegin að reyna að breyta og laga.“Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Arnþór/AntonFer sátt frá borði þrátt fyrir allt Hún segir að það sé skrítið að risið sé upp gegn henni með svona mikilli hörku. „Þegar fólk rís upp með þessum hætti. þá er eitthvað á bak við þetta“ Theodóra segir að Framsókn hafi tapað kosningunum. „Ég held að þetta sé ekki ákjósanleg staða fyrir Ármann að vera í svona veikum meirihluta.“ Þetta verði þó líklega niðurstaðan. „Ég held að það sé fullreynt allt sem við höfðum hugmyndaflug í. Eftir stendur bara að Sjálfstæðisflokkurinn fari í samstarf með Framsókn.“ Hún sagði að þessi niðurstaða sem hún hafi ekki haft hugmyndaflug til að sjá fyrir. „Þetta veldur mér bara mjög miklum vonbrigðum.“ Að hennar mati er ekki málefnalegur ágreiningur á milli Viðreisnar/Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins en það sama sé ekki hægt að segja um stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Hún er sjálf ánægð með uppskeruna þrátt fyrir það sem er í gangi núna og stendur mjög sátt frá borði. „Ég er ekki til í átakastjórmál. Þá vil ég bara frekar draga mig til hlés og ég fer þá bara að gera eitthvað annað.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Theodóru í Sprengisandi, það er í tveimur hlutum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. Að hennar mati er Sjálfstæðisflokkurinn samt varla stjórntækur. Hún segir umræðuna síðustu daga hafa snúist um persónur frekar en málefni og sér ekki fyrir sér marga kosti í stöðunni. „Ég held að ég geti ekki litið á þetta öðruvísi en ég hafi fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Theodóra í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn vera í vanda og síðustu daga hafi verið mikið rætt um að ákveðnir einstaklingar gætu ekki starfað með Viðreisn eða með henni. „Miðað við allt held ég að það sé pattstaða núna en mér sýnist nú að niðurstaðan verði sú að Sjálfstæðisflokkurinn fari með Framsókn. Ég held að þetta sé ekki vænlegt að þvinga þessu samstarfi áfram í einhverri óánægju, ég stend ekki fyrir það.“ Aðrir kostir hafi þó auðvitað verið skoðaðir. Hún viðurkenndi að þessi niðurstaða sé að koma sér mjög mikið á óvart. Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar hafi lýst því yfir „nánast á kosninganótt“ að þau vildu ekki vinna með henni áfram.Pattstaða hefur verið í Kópavogi síðustu daga.Vísir/GVAGamla pólitíkin eins og gufustrókur Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínum fimm bæjarfulltrúum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fékk tvo fulltrúa. Þar með hélt meirihlutinn með sjö fulltrúa af ellefu. Í Sprengisandi fyrir viku var Theodóra bjartsýn á að meirihlutinn myndi starfa áfram sama. Theodóra segir núna að að sínu mati hafi það verið „lýðræðislega var niðurstaðan þannig að íbúar, og ég fann það auðvitað í kosningabaráttunni, að fólk vildi þennan meirihluta áfram. Það hefur gengið gríðarlega vel í frábærum verkefnum.“ Hún segir Kópavog vera að komast á þann stað að verða best rekna sveitarfélagið á Íslandi, rekið af mikilli ábyrgð. „Allt í einu snýr þetta bara um einhverjar persónur sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa. Miðað við það sem er búið að ganga á síðustu daga inni í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi þá finnst mér hann nú tæplega vera stjórntækur.“ Margrét sé búin að rísa upp og gefa það út að hún vilji ekki áframhaldandi samstarf „gegn Ármanni, hann vill áframhaldandi samstarf.“ Upplifir Theodóra ástandið sem rýting í bakið á Ármanni Kr. Ólafssyni oddvita Sjálfstæðisflokksins og segir augljósa óeiningu innan flokksins. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp bara eins og gufustrókur hérna í Kópavogi.“ Theodóra ítrekar að meirihlutinn sem var kosinn áfram ætti að fá að starfa áfram. Umræðan um meirihlutaviðræður hafi verið persónupólitík. „Ég er búin að heyra alls konar. Þetta byrjaði þannig að þetta væri persónulegt gagnvart mér. Ég les það í fjölmiðlum að ég sé nánast ekki húsum hæf út af því að ég sé klaufi í samskiptum og allt slíkt.“Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurÓsammála um óvissuferð á kostnað bæjarsjóðs Theodóra viðurkenndi í Sprengisandi að hún gerði sér alveg grein fyrir því að hún sé ekki vinsæl innan bæjarráðs. „Ég hef líka staðið í lappirnar gegn alls konar, ég veit ekki hvort að það hafi áhrif.“ Vissulega hafi komið ákvarðanir og mál upp sem þær Margrét hafi alls ekki verið sammála um. Nefndi hún þar launamálin, bæjarskrifstofurnar og skemmtiferð bæjarfulltrúa. Theodóra segir að sér hafi fundist eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir í ferðina en Margrét hafi ekki verið sammála því. „Ég er ekki alveg til í óvissuferð á kostnað bæjarsjóðs.“ Theodóra segir að hún hafi óskað eftir því að fá að vita um hvað þetta snerist. „Þetta fór auðvitað í taugarnar á þeim og ég er ekkert vinsælasta manneskjan í hópnum en það endaði þannig að ég neitaði að fara í þessa ferð.“ Reynt var að ná málamiðlunum og segir Theodóra að það hafi verið ákveðið að vínið og eitthvað fleira yrði dregið frá hjá kjörnum fulltrúum. „Mér fannst þetta allt óþægilegt. Það er 2018 og við ætluðum að breyta stjórnsýslunni, breyta starfsháttum.“ Theodóra stóð fast á sínu og sleppti því að fara með í þessa ferð á kostnað bæjarsjóðs Kópavogs. „Ég ákvað að fara ekki. Ég horfði á rútuna fara“ Allir aðrir hafi þó valið að fara með í ferðina og var borgað fyrir danskennslu, rútuferð, bátsferð, vín og fleira. „Ég stend í lappirnar með þetta. Fólk getur ekki komið mér og mun aldrei koma mér í einhverja óþægilega stöðu., ég bara er ekki til í það.“ Theodóra sagði í viðtalinu að fólki ætti eftir að finnast óþægilegt að hún væri að tala um þetta. „Ég mun fá á mig alls konar eftir þetta. Það er alltaf þannig þegar maður upplýsir og maður stendur í lappirnar og er einhvern vegin að reyna að breyta og laga.“Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Arnþór/AntonFer sátt frá borði þrátt fyrir allt Hún segir að það sé skrítið að risið sé upp gegn henni með svona mikilli hörku. „Þegar fólk rís upp með þessum hætti. þá er eitthvað á bak við þetta“ Theodóra segir að Framsókn hafi tapað kosningunum. „Ég held að þetta sé ekki ákjósanleg staða fyrir Ármann að vera í svona veikum meirihluta.“ Þetta verði þó líklega niðurstaðan. „Ég held að það sé fullreynt allt sem við höfðum hugmyndaflug í. Eftir stendur bara að Sjálfstæðisflokkurinn fari í samstarf með Framsókn.“ Hún sagði að þessi niðurstaða sem hún hafi ekki haft hugmyndaflug til að sjá fyrir. „Þetta veldur mér bara mjög miklum vonbrigðum.“ Að hennar mati er ekki málefnalegur ágreiningur á milli Viðreisnar/Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins en það sama sé ekki hægt að segja um stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Hún er sjálf ánægð með uppskeruna þrátt fyrir það sem er í gangi núna og stendur mjög sátt frá borði. „Ég er ekki til í átakastjórmál. Þá vil ég bara frekar draga mig til hlés og ég fer þá bara að gera eitthvað annað.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Theodóru í Sprengisandi, það er í tveimur hlutum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15