Tapið gegn Norðmönnum gott teikn fyrir HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júní 2018 09:00 Strákarnir svekktir í leikslok í gær vísir/andri Íslenska karlalandsliðið tapaði í gærkvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli síðan árið 2013 þegar liðið lá fyrir fyrrum læriföðurnum Lars Lagerbäck og hans mönnum í norska landsliðinu. Tap fyrir Norðmönnum er þó nokkuð jákvætt teikn fyrir framhaldið. Fyrir tveimur árum síðan, nærri því upp á dag eða þann 1. júní 2016, var Ísland að búa sig undir sitt fyrsta stórmót. Liðið mætti Norðmönnum í fyrri af tveimur æfingaleikjum fyrir mótið, líkt og nú fyrir HM. Skemmst frá að segja þá unnu Norðmenn þann leik 3-2. Sverrir Ingi Ingason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Íslands í þeim leik. Í gær tapaði Ísland eins og áður segir fyrir Norðmönnum og aftur var niðurstaðan þrjú mörk gegn tveimur. Árið 2016 fór íslenska landsliðið frá þessu tapi á EM í Frakklandi, reyndar spilaði liðið seinni æfingaleikinn við Liechtenstein fyrst, og alþjóð veit hvernig fór um sjóferð þá, íslensku strákarnir stóðu sig frábærlega og heilluðu heimsbyggðina þegar þeir komust í 8-liða úrslit á mótinu. Við syrgjum að vígið Laugardalsvöllur hafi fengið stórt skarð með þessu tapi í gær, en hjátrúafullir geta huggað sig við það að þetta tap hlýtur að þýða frábær árangur í Rússlandi, sagan segir okkur það. Ísland spilar annan æfingaleik á Laugardalsvelli, gegn Gana á fimmtudaginn 7. júní, áður en liðið heldur út til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik: Er svolítið fyrir að sýna mig "Mér finnst svolítið skemmtilegt í fótbolta núna,“ sagði Rúrik Gíslason eftir leik Íslands og Noregs í kvöld. 2. júní 2018 23:26 Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði í gærkvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli síðan árið 2013 þegar liðið lá fyrir fyrrum læriföðurnum Lars Lagerbäck og hans mönnum í norska landsliðinu. Tap fyrir Norðmönnum er þó nokkuð jákvætt teikn fyrir framhaldið. Fyrir tveimur árum síðan, nærri því upp á dag eða þann 1. júní 2016, var Ísland að búa sig undir sitt fyrsta stórmót. Liðið mætti Norðmönnum í fyrri af tveimur æfingaleikjum fyrir mótið, líkt og nú fyrir HM. Skemmst frá að segja þá unnu Norðmenn þann leik 3-2. Sverrir Ingi Ingason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Íslands í þeim leik. Í gær tapaði Ísland eins og áður segir fyrir Norðmönnum og aftur var niðurstaðan þrjú mörk gegn tveimur. Árið 2016 fór íslenska landsliðið frá þessu tapi á EM í Frakklandi, reyndar spilaði liðið seinni æfingaleikinn við Liechtenstein fyrst, og alþjóð veit hvernig fór um sjóferð þá, íslensku strákarnir stóðu sig frábærlega og heilluðu heimsbyggðina þegar þeir komust í 8-liða úrslit á mótinu. Við syrgjum að vígið Laugardalsvöllur hafi fengið stórt skarð með þessu tapi í gær, en hjátrúafullir geta huggað sig við það að þetta tap hlýtur að þýða frábær árangur í Rússlandi, sagan segir okkur það. Ísland spilar annan æfingaleik á Laugardalsvelli, gegn Gana á fimmtudaginn 7. júní, áður en liðið heldur út til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik: Er svolítið fyrir að sýna mig "Mér finnst svolítið skemmtilegt í fótbolta núna,“ sagði Rúrik Gíslason eftir leik Íslands og Noregs í kvöld. 2. júní 2018 23:26 Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Rúrik: Er svolítið fyrir að sýna mig "Mér finnst svolítið skemmtilegt í fótbolta núna,“ sagði Rúrik Gíslason eftir leik Íslands og Noregs í kvöld. 2. júní 2018 23:26
Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28
Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15