Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júní 2018 22:53 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.” HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.”
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Sjá meira
Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28
Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15