Vítahringur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. júní 2018 07:00 Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun