Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júní 2018 10:00 Tólfan á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira