Lars: Sérstakt að koma hingað aftur Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júní 2018 07:30 Lars á blaðamananfundinum í gær. fréttablaðið/ Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira