Kostnaður við útboð og skráningu Arion banka á þriðja milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Hlutafjárútboð Arion hófst í gær. Vísir/eyþór Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. Hlutafjárútboðið hófst í gær en gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með bréf í bankanum í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði 15. júní. Gengi bréfanna, sem Kaupþing og Attestor bjóða til sölu í útboðinu, er á bilinu 0,6 til 0,7 miðað við eigið fé bankans. Að lágmarki verður 22,63 prósenta hlutur seldur en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í 36,2 prósenta hlut. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran eignarhlut en Attestor, sem á 12,4 prósent, mun selja allt að tveggja prósenta hlut. Kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar er áætlaður um einn milljarður króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni sem birt var í gær. Þá er gert ráð fyrir því að samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður, þar á meðal við lögbundna skýrslugerð og skráningu, og upphæðir sem seljendurnir, Kaupþing og Attestor, greiða vegna útboðsins verði á annan milljarð króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af ýmsum þáttum. Að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu, það er á genginu 0,65 miðað við eigið fé, hluturinn sem verður seldi verði mitt á milli 22,63 og 36,2 prósent og að umframsöluréttur verði ekki nýttur, þá er áætlaður kostnaður um það bil 1.474 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00 Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. Hlutafjárútboðið hófst í gær en gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með bréf í bankanum í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði 15. júní. Gengi bréfanna, sem Kaupþing og Attestor bjóða til sölu í útboðinu, er á bilinu 0,6 til 0,7 miðað við eigið fé bankans. Að lágmarki verður 22,63 prósenta hlutur seldur en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í 36,2 prósenta hlut. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran eignarhlut en Attestor, sem á 12,4 prósent, mun selja allt að tveggja prósenta hlut. Kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar er áætlaður um einn milljarður króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni sem birt var í gær. Þá er gert ráð fyrir því að samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður, þar á meðal við lögbundna skýrslugerð og skráningu, og upphæðir sem seljendurnir, Kaupþing og Attestor, greiða vegna útboðsins verði á annan milljarð króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af ýmsum þáttum. Að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu, það er á genginu 0,65 miðað við eigið fé, hluturinn sem verður seldi verði mitt á milli 22,63 og 36,2 prósent og að umframsöluréttur verði ekki nýttur, þá er áætlaður kostnaður um það bil 1.474 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00 Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00
Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00
Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16